6 hlutir sem mega aldrei fara í þurrkara

Það er gott að eiga þurrkara og ákveðinn lúxus ef svo má að orði komast. Það eru þó nokkrir hlutir sem ættu ekki að fara í þurrkara:

 

 

hm-summer-gisele-bundchen-swimwear-2014-11.jpg

1. Sundföt. Öll föt með Spandex mun byrja að eyðast og tapa teygjanleika sínum ef þau eru sett í þurrkara.

brafgr

2. Brjóstahaldarar. Þeir eru of viðkvæmir og hitinn eyðileggur líka lögun þeirra.

Dollarphotoclub_14216275

3. Baðmottur með gúmmíi. Gúmmíið sem er neðan á mörgum baðmottum getur dottið af í þurrkaranum og það hefur meira að segja valdið íkveikju.

panty tights

 

4. Sokkabuxur. Jafnvel þó þú setjir sokkabuxurnar bara í þurrkarann í 5 mínútur er alltaf hætta að þær fari í hnút og komi lykkjuföll í þeim. Hengdu þær frekar upp nálægt þurrkaranum eða í nánd við ofn. Þær eru fljótar að þorna.

bling fashion

5. Allt með glingri. Ef það eru perlur, pallíettur eða steinar á fötunum ættu þau ekki að fara í þurrkarann. Glingrið getur bráðnað og einfaldlega dottið af.

mokkasinur uggs

6. Mokkasíur. Þær eyðileggjast pottþétt ef þú setur þær í þurrkarann. Settu þær í nánd við ofn eða í sólina og leyfðu þeim að þorna.

 
SHARE