Vaknar þú með þungan hjartslátt og hausinn fullan af plönum og skyldum dagsins? Langar þig að vakna með ró í hjarta og ná að slaka á og njóta þess sem þú ert að fara að gera?
Morgunkvíði er rosalega hvimleiður og alltof margir þjást af honum. Hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað þér að gera morguninn að góðum og notalegum tíma.
1. Vaknaðu fyrr
Því lengur sem þú sefur, því kvíðnari verður þú, svo reyndu að vakna aðeins fyrr á morgnana. Rannsóknir sýna að þeir sem hafa vanið sig á að sofa í meira en 9 klukkustundir á nóttu, eiga meira á hættu að þjást af kvíða, þunglyndi, offitu og fleiri heilsufarsvandamálum. Ef þú hinsvegar sefur of lítið getur það líka valdið ýmsum heilsufarsvandamálum líka svo það er best að miða við að sofa í svona 7-8 tíma á hverri nóttu. Reyndu helst að fara fyrr að sofa og vakna fyrr svo þú hafir tíma til að borða morgunmat og jafnvel að taka smá æfingar. Plús það að þeir sem fara snemma að sofa eiga að vera með betri húð, svo það er ekki slæmt heldur.
2. Stundaðu líkamsrækt
Já já við vitum að orðið LÍKAMSRÆKT er eitthvað sem margir vilja hugsa um svona snemma á morgnana. EN það er staðreynd að ein af áhrifamestu leiðunum til að minnka morgunkvíða, koma þér í betra skap og gefa þér aukna orku, er að stunda líkamsrækt á morgnana. Prófaðu eitthvað einfalt eins og að sippa, gera magaæfingar eða nokkrar jógaæfingar. Þú munt verða hissa á hversu vel þér mun líða.
3. Fáðu þér hollan morgunmat
Vonandi veistu að þú átt aldrei að sleppa því að fá þér morgunmat en þú átt líka að hugsa um hvað þú leggur þér til munns. Það er gott að fá sér hafragraut, egg og ávaxtadrykk en það er líka gott að hafa eitthvað grænmeti á matseðli morgunsins. Hvort sem þú færð þér eitthvað smá grænt í „boost-ið“ eða bara smá grænt salat eða annað grænmeti, en það minnkar kvíða. Í grænmeti er bæði chlorophyll og magnesíum sem minnka spennu, kvíða og bæta einbeitingu og gefa þér orku.
4. Ekki fá þér of mikið koffein
Til þess að minnka kvíða allverulega er gott að minnka neyslu koffeins. Ef þú getur ekki hugsað þér morguninn án þess, þá er þetta bara eitthvað sem venst og mun borga sig. Mikið koffein hækkar blóðþrýsting og stress, svo ekki sé minnst á meiri kvíða. Í staðinn fyrir kaffi er gott að fá sér grænan „boost“ eða bolla af grænu te. Þó svo að það sé koffein í grænu tei þá er það mun hollara en kaffi.
5. Minnkaðu sykurneyslu
Þegar þú átt við morgunkvíða er mjög mikilvægt að halda jafnvægi í blóðsykrinum. Ef blóðsykurinn er of hár eða of lágur þá finnur þú fyrir þreytu, sleni og syfju. Sykur getur aukið flæði adrenalíns sem getur leitt til kvíða, ofvirkni, lærdómsörðugleika og skertrar einbeitingar. Haltu sykurneyslu í lágmarki eða hættu alveg að neyta sykurs. Það mun bæta heilsu þína og morgnarnir verða bjartari og hamingjuríkari.
6. Drekktu nóg!
Ef þú vilt ekki drekka ávaxtadrykki, „boost“ eða grænt te á morgnana, reyndu þá að drekka bara vatn eða vatn með sítrónu. Vökvaskortur er oft afleiðing annarra sjúkdóma. Það er mælt með að drekka að minnsta kosti 8 glös af vatni á dag og fyrsta glasið ætti að vera drukkið snemma að morgni. Við mælum með vatni með sítrónu. Sítróna minnkar kvíða og hraðar líka efnaskiptunum, hjálpar til við meltingu á morgunmatnum, gefur þér orku, húðin verður fallegri og margt fleira.
Heimildir: Womanitely
Tengdar greinar:
Fæðingarkvíði
Hjartsláttarköst, andþyngsli og sviti
Myglusveppur í íslenskum húsum hefur verið orsök hræðilegra veikinda hjá fólki
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.