Í gær las ég stórskemmtilegan pistil eftir Ashley Feinberg á Gizmodo.com. Þar fer Ashley yfir leiðir til þess að stunda hrollvekjandi hegðun á Facebook.
Hvernig á svo að bera sig að? Jú, hérna höfum við fáeinar aðferðir:
Settu nærmynd af andlitinu á þér á vegginn hjá vini eða vinnufélaga. Myndin verður að vera án útskýringa og ákjósanlegast er að pósta henni eftir miðnætti.
Ég prófaði þetta. Þó að viðkomandi sé góð vinkona mín þá var afar erfitt að henda inn mynd af fésinu á sér á nokkurra útskýringa.
Merktu þig á persónulegum myndum hjá fólki. Helst myndum af passlega væmnum augnablikum. Trúlofunarmyndum, brúðkaupsmyndum – jafnvel fæðingarmyndum. Ég ætlaði að prófa. En ég þorði ekki. Það hefur komið óþarflega oft fyrir að ég merki mig óvart á einhverjum kolvitlausum myndum. Það er alveg nógu vandræðalegt. Ég fer ekki að stunda þessa hegðun vísvitandi.
Hvað er það fysta sem við gerum þegar við vingumst við einhvern nýjan á Facebook? Jú, við rúllum í gegnum myndirnar hjá viðkomandi. Sem er mjög eðlileg forvitni. Að mínu mati. Mat sem sennilega er frekar brenglað – en það er önnur saga.
Áður en maður veit af er maður að skoða myndir úr sumarfríi á Spáni árið 2005. Kommentaðu! Það er fyndið. Já og krípí.
Skildu eftir athugasemdir á lífsviðburði sem fólk hefur skráð. Helst þessa eldgömlu þar sem þú varst að sjálfsögðu hvergi nálægt.
Það er ekki verra ef athugasemdin er skemmtilega óviðeigandi eins og þessi hér að ofan.
Facebook býður nú upp á þann möguleika að senda fólki fyrirspurnir um hjúskaparstöðu eða heimilisfang. Svona ef það er almennt að halda því leyndu. Sláðu til!
Vingastu við ömmur og afa vina þinna. Fjarskylda ættingja líka. Sendu þeim svo pot ef þú ert í stuði.
Tengdar greinar:
Hvað má segja á Facebook? – Þjóðarsálin
9 óskrifaðar reglur á Facebook sem allir ættu að fylgja – Myndband
Nýleg rannsókn leiddi það í ljós að það er ekki gott að birta of mikið af sjálfsmyndum á Facebook
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.