6 matartegundir sem draga úr streitu

Maturinn getur hjálpað manni að takast á við streituna.

Margir átta sig á því að fæða okkar hefur áhrif á streituna en færri vita hvernig þeir geta ráðið við hana. Ef að er gáð geturðu nýtt þér ákafa löngun þína í snarl til að vinna á streitunni.

Streitan getur gert manni ýmsar skráveifur, haldið fyrir manni vöku, ýtt undir að maður borði of mikið og borði mat sem maður ætti ekki að borða. Í sumum mat eru vítamín og steinefni sem draga úr streitu og kvíða. Þú veist að framundan er löng og ströng vinnuvika. Þú skalt birgja þig upp af mat sem er einmitt góður í baráttunni við streituna.

 

Bananar og avókadó – Í báðum þessum ávöxtum er mikið kalíum sem hjálpar til að halda blóðþrýstingum í skefjum.  Sneiddu niður banana og stráðu kanil yfir og svo geturðu velgt þetta í ofninum.   Þú gætir búið til avókadómauk (guacamóle) og átt í ísskápnum eða bætt avókadó í salatið. Ef þér finnst gott að búa þér til boozt gætir þú sett svolítinn bananabita og avókadó út í drykkinn.

 

Möndlur – Fáðu þér lúku af hnetum og bættu á forða líkamans af vítamínum og steinefnum. Mikið er af B2  (riboflavin) magnesíum og zinki í möndlum. B vítamín og magnesíum styðja við serotonin framleiðslu líkamans en þetta efni hefur mikil áhrif á andlega líðan þína. Zinkið er alveg nauðsynlegt til að viðhalda góðu magni af orku í líkamanum og hormónum sem hjálpa til að halda streitunni í skefjum.

 

Fiskur– Fiskur eins og t.d. lax og túnfiskur innihalda  omega-3 fitusýrur sem hafa mjög góð  áhrif á taugakerfið. Ýmsir sem hafa verið í erfiðum aðstæðum og tekið omega-3 í pilluformi hafa sagt að líðanin hefi batnað nokkra daga. Flestar  tegundir fiska eru auðugar af B12 vítamíni sem er lykilefni í framleiðslu serotonins. Ef fólk vantar B12 getur það orðið alvarlega þunglynt. Fáðu þér túnfisksamloku í hádeginu eða grillaðu þér lax í kvöldmat. Svo gætirðu fengið þér súshi öðru hvoru!

 

Bláber – Þessi litli, blái ofurávöxtur er uppfullur af andoxunarefnum og C vítamíni sem draga mjög úr streitu. Auk þess – eru þau mjög hitaeiningasnauð og frábært snarl. Bláber eru líka mjög trefjarík sem er gott fyrir meltinguna sem oft fer úr skorðum þegar mikil streita er hjá fólki. Það er ágætt að setja nokkur bláber út í gríska jógúrt eða út á haframélið eða bara út á salatið. Þú getur líka bætt frosnum bláberjum út í booztið þitt.

 

Mjólk  – Fyrir nú utan öll vítamínin sem eru í  mjólkinni eru líka í henni B2 og B12 vítamín. Þessi vítamín eru með andoxunarefnum sem vinna á streituástandi. Möndlu- og sojamjólk eru báðar mjög B vítamínauðugar. Settu smámjólk út í smúðíið þitt og það batnar bara við það!
Dökkt súkkluaði –Dökkt súkkulaði er bæði gott og getur hjálpað þér að slaka á. Dökkt súkkulaði örvar heilann þannig að hann framleiðir meira endorfín sem léttir lundina og getur gert það að verkum að þú slakar á. Þetta er því tilvalin afsökun til þess að fá sér smá dökkt súkkulaði!

 

Heimildir

 

SHARE