6 merki um að lifrin þín sé ekki að starfa rétt

Lifrin þín vinnur stanslaust fyrir líkama þinn. Hún fjarlægir eiturefni og síar blóðið sem kemur frá meltingarfærunum.  Lifrin er einstaklega mikilvæg fyrir líkama þinn og verður að starfa rétt.

Hér eru nokkur þekkt merki um að lifrin þín sé ekki að starfa rétt.

 

Krónísk þreyta

Þessi króníska þreyta getur virkað eins og þú sért með flensu, en ef hún hefur varað í meira en 6 mánuði, ættirðu að leita til læknis. Ástæðan fyrir þreytunni getur verið eitrun í lifrinni. Heilbrigð lifur breytir glúkósa í glýkógen og gefur líkamanum orku. Ef lifrin er skit getur hún varla framleitt glúkósa og hefur lítið pláss til að geyma glúkósann.

Gul augu og húð

Gul augu og húð eru merki um lifur sem starfar ekki rétt. Þetta ástand er oft kallað Gula, sem er ekki beint sjúkdómur, heldur er það vísbending um að lifrin er ekki að vinna rétt.

Ofnæmi

Mjög oft er ofnæmi afleiðing af uppsöfnuðum eiturefnum í lifrinni og lélegri lifurstarfsemi. Heilbrigð lifur hreinsar blóðið af öllum skaðlegum mólekúlum og eyðir hugsanlegum ofnæmisvöldum. Ef of mörg eiturefni eru í blóðinu getur sýkt lifur ekki hreinsað blóðið nógu vel. Eiturefnin fara þá út í líkamann og valda kláðaútbrotum.

Bólgnir fætur og ökklar

Þegar lifrin er sýkt reynir hún að laga sig sjálf með því að búa til örvef og safna upp vökva, sérstaklega á neðri part líkamans.

Þyngdaraukning

Ef þú ert alltaf að berjast við aukakílóin þrátt fyrir að vera að borða hollan mat og hreyfa þig, ættirðu klárlega að láta kíkja á þig hjá lækni. Þegar lifrin ræður ekki við eiturefnin sem þú innbyrgðir, eins og alkóhól, gervisætu og feitan mat, safnast eiturefnin í fitufrumum og þess vegna getur verið að þú sért að þyngjast.

Sársauki á lifrarsvæðinu

Ef þú ert með stöðugan verk hægra megin, ofarlega í kviðnum getur verið að það sé lifrin sem þér er illt í. Þessi sársauki er ekki mikill í byrjun og verður verri með tímanum.

Heimildir: Womandaily.com

SHARE