6 mistök sem fólk gerir þegar það byrjar í nýrri vinnu

  1. Að sleppa að kynna sig fyrir starfsmönnum í fyrirtækinu.
    Það getur virkað stórt verkefni að kynna sig fyrir fjölda fólks sem þú hefur ekki hitt áður og upplifa margir feimni á þessu sviði, en maður fær bara eitt tækifæri til að gera svokallað „first impression“. Ekki hræðast nýja vinnufélaga heldur farðu úr vegi þínum og kynntu sjálfa þig og sýndu þeim áhuga. Það auðveldar oft framhaldið þegar þú þarft á aðstoð þeirra að halda og gerir vinnufélaga þína umburðarlyndari gagnvart því þegar þú ert að setja þig inn í starfið.
  2. Að búast við því að þú kunnir allt fyrirfram.
    Ef þú ferð með það hugarfar inn í nýja starfið að þú þekkir ekki allt og að í fyrstu séu hlutirnir örlítið óþægilegir þá verður það mun auðveldara. Þessi hugsun er mun raunsæjari en sú að þú eigir að kunna allt frá fyrstu stundu og vita hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Það mun taka mann smá tíma að ná tökum á nýju starfi og sérstaklega hvernig hlutirnir eru gerðir í þessu nýja starfi.
    Eitt af því versta sem þú getur gert er að þykjast vita eitthvað sem þú veist ekkert um.
  3. Að spyrja ekki spurninga.
    Eftir því sem þú lærir meira inn á starfið er eðlilegur hlutur að spurningar vakni. Í stað þess að spyrja vinnufélaga stöðugt spurninga þá getur verið sniðugt að hripa niður á blað spurningarnar sem vakna sem svo er gott að hitta yfirmann eða annan samstarfsfélaga og fara yfir með. Þetta kemur í veg fyrir stöðugu truflun á vinnutíma annara samstarfsmanna.
  4. Að tala um fyrra starf.
    Það vita flestir að maður á ekki að dvelja í fortíðinni þegar það kemur að samböndum, hvað þá að tala stöðugt um fyrrverandi við nýjan maka. Sama reglan gildir um störf. Fólk á það til að reyna að sanna sig fyrir nýjum samstarfsmönnum með því að tala um fyrra starf. Þetta getur verið hættulegt þar sem fólk tekur túlkað það sem hroka og fundist það leiðigjarnt. Mælt er með því að ræða fyrra starf þegar spurt er að því.
  5. Að lofa of miklu.
    Fólk á það til að vanmeta tímann og orkuna sem það tekur að setja sig inn í nýtt starf. Í stað þess að taka á þig of mörg verkefni í von um að heilla nýja yfirmenn upp úr skónum, gerðu þá heldur raunsæ markmið með yfirmanni hvað sé raunhæft fyrir þig sem nýjan starfsmann. Fleiri verkefni og meiri metnaður kemur svo hægt og rólega þegar þú ert farin að venjast nýja vinnuumhverfinu.
  6. Að klæðast óviðeigandi fatnaði.
    Ef þú ert að vinna fyrir tískufyrirtæki þá getur verið mikilvægt að pæla í klæðnaði en í flestum fyrirtækjum hafa yfirmenn meiri áhuga á þú standir þig vel fremur en í hverju þú klæðist.
    Þú vilt þó samt klæða þig í takt við annað starfsólk og er þá góður punktur að skoða hvernig fólkið á vinnustaðnum klæðir sig í atvinnuviðtalinu. Ef þú ferð að mæta í dragt eða jakkafötum þegar restin af vinnustaðnum klæðist gallabuxum og stuttermabolum eða öfugt lítur þú ekki nógu vel út.
SHARE