6 MJÖG óviðeigandi athugasemdir þekktra einstaklinga

Flest höfum við eflaust lent í því að segja hluti sem við vildum óska að við hefðum ekki látið útúr okkur. Það gerist á bestu bæjum. Heimsfræga fólkið er örugglega orðið vant því að ritskoða sig í huganum og segja ekki hluti sem gætu komið þeim á forsíðu slúðurblaðanna. Það kemur þó á óvart hvað það er margt sem hefur komið fram í viðtölum, við Hollywood stjörnurnar,  sem er svo mikið óviðeigandi að það hálfa væri nóg. Það, eitt og sér, að þetta hafi farið í birtingu er með ólíkindum og ekki síður að viðkomandi hafi sagt þetta.

Hér eru 6 dæmi um óviðeigandi hluti sem sagðir hafa verið:

1. Paris Hilton

Paris Hilton á sér sögu um að hafa nokkrum sinnum sagt hluti sem þykja lítt til sóma. Paris var með geymslurými til leigu en árið 2007 var einhver óprúttinn aðili sem afhjúpaði það sem hún var með í geymslu í rýminu. Þar var meðal annars myndband af Paris og systur hennar, Nicky, þar sem þær voru að dansa við lag með Notorious B.I.G. og þá heyrist Paris segja: „Við erum eins og [n-orðið]“. Hún notaði einnig f-orðið og kom með athugasemdir sem báru í sér fordóma gegn gyðingum.

2. Blake Lively

Blake Lively veitti viðtal árið 2008 þar sem hún grínaðist með að „líta út eins og trans.“

Hún sagði: „Fólki finnst ég vera pínu asnaleg. Ég er ekki með alla eiginleikana sem Angelina Jolie hefur. Ég vildi að ég hefði þá en það er bara mitt óöryggi. Suma daga vakna ég, lít í spegil og hugsa: „Ó, ég er sæt í dag“. Aðra daga vakna ég og lít í spegilinn og finnst ég líta út eins og transkona.“

3. Megan Fox

Megan Fox hefur stundum sagt hluti sem eru alls ekki pólitískt réttir. Í viðtali árið 2009 þegar hún var að ræða um mundina Transformsers, líkti hún leikstjóranum, Michael Bay við Adolf Hitler. Í þessu sama viðtali talaði hún um leikkonuna heitnu, Elizabeth Taylor, sem geðklofa og sagði: „Ég er hrædd um að enda eins og Elizabeth Taylor, að vera marggift, komin með elliglöp og geðklofa og vera enn að teikna á mig augabrúnirnar, orðin 80 ára gömul.“

Í öðru viðtali sagði Megan: „Ég myndi aldrei „deita“ konu sem væri tvíkynhneigð, því það myndi þýða að hún svæfi líka hjá karlmönnum. Karlmenn eru svo skítugir að ég gæti ekki hugsað mér að konan sem ég væri með hefði sofið hjá karli.“

4. John Mayer

John Mayer er ekki vanur því að vera í deilum en í viðtali sem hann fór í árið 2010, hefur pínulítið gleymst en þar notaði hann n-orðið og talaði um getnaðarlim sinn sem ókunnugur deilum, en kannski eitt umdeildasta viðtal hans sem gleymist oft í dag er viðtalið 2010 þar sem hann notaði n-orðið og kallaði getnaðarlim sinn hvítan forréttindamann. Blaðamaður spurði hann: „Eru þeldökkar konur að kastar sér á þig?“ John svaraði því með: „Ég gef ekki þannig færi á mér. Typpið á mér er eins og og hvítur forréttindamaður. Ég er með Benetton hjarta og fu*** David Duke typpi. Ég þarf að fara að deita á typpisins á mér.“

*David Duke var pólitíkus sem var hlynntur aðskilnaði á kynþáttum, studdi Ku Klux Klan og var þekktur almennt, sem kynþáttahatari. Benetton er fatamerki sem er svo þekkt fyrir að vera fyrir alla, sama hvaðan fólk kemur og af hvaða kynþætti það er af.

5. Kevin Hart

Grínistinn og leikarinn Kevin Hart talaði einu sinni um það í uppistandi sínu, árið 2010, hvað hann myndi gera ef sonur hans væri samkynhneigður. Hann sagði meðal annars að ef hann kæmi að syni sínum með öðrum strák myndi hann rota þá báða. Kevin sagði seinna að hann hefði þarna bara opinberað sitt eigið óöryggi og hann væri engan veginn á móti samkynhneigðum.

6. Madonna

Madonna fór lúmskt í það að kalla sinn fyrrverandi, Guy Ritchie, „tilfinningalega þroskaheftan“ á tónleikum árið 2008. Þetta var í miðjum skilnaði þeirra og Madonna sagði: „Þetta lag er fyrir þá sem eru „tilfinningalega þroskaheftir“. Kannski þið þekkið einhverja sem falla undir þann flokk. Ég veit að ég geri það.“

SHARE