6 mýtur um blæðingar

1. Þú getur ekki orðið ólétt á blæðingum

Það er ekki rétt. Sæði getur lifað í allt að því 5 daga og egglos á sér ekki alltaf stað sama dag í hverjum tíðahring. Þannig að ef konan er ekki á neinni getnaðarvörn þá getur hún alveg orðið ólétt ef þið hafið samfarir meðan hún er á blæðingum. Sérstaklega ef það er á seinni hluta blæðinganna.

2. Ef þú færð fyllingu í tennurnar meðan þú ert á blæðingum þá eru fyllingarnar líklegri til að detta úr

Þetta er eins mikið bull og það getur orðið. Blæðingar og tannlækningar hafa ekki áhrif hvort á annað.

3. Þú missir MIKIÐ blóð á blæðingum

Flestar konur missa, sem jafngildir, 2 matskeiðum af blóði á dag, á blæðingum. Það virðist hinsvegar oft vera miklu meira þegar það kemur í bindið, tappann eða bikarinn.

4. Þú átt ekki að stunda kynlíf á blæðingum

Já kynlíf á blæðingum getur verið virkilega ógeðfelld hugsun fyrir marga en í raun er það gott ráð gegn túrverkjum að fá fullnægingu

5. Fyrirtíðaspenna er ekki til

Það er ekki rétt. Fyrirtíðaspenna er svo sannarlega raunverulegt fyrirbæri og finna um 85% kvenna fyrir fyrirtíðaspennu í einhverri mynd.

6. Þú ert óaðlaðandi á blæðingum

Karlmenn laðast frekar að konum þegar þær eru á blæðingum samkvæmt rannsókn frá árinu 2006. Þar kom í ljós að konur framkalla einhverja lykt sem annars er ekki til staðar, sem laðar karlmenn að þeim.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here