6 óvænt atriði sem geta valdið bakverkjum

Næstum allir sem þú þekkir, hvort sem eru afi þinn og amma, besti vinur eða yfirmaður þinn, hafa kvartað yfir verkjum í baki. Talið er að þetta sé einn algengasti sársauki sem til er og um 80% Ameríkana hafa fengið í bakið að minnsta kosti einu sinni á ævinni.

Með aldrinum stífna liðir og missa liðleika sinn. Vökvi í liðunum minnkar og brjósk getur farið að nuddast saman og eyðast.

Það eru nokkrir hversdagslegir hlutir sem þú gætir verið að gera sem geta aukið bakverki og líkurnar á bakverkjum

sleep  dream

Mjúk dýna

Það er mjög nauðsynlegt að vera með góða dýnu í rúminu þínu. Ekki bara til að sofa vel, heldur fyrir heilsuna þína yfir höfuð. Ef þú sefur á mjúkri dýnu getur það orsakað það að þyngdin sem hvílir á bakinu þínu er ójöfn og þú getur fengið mikinn verk í bakið. Í rannsókn sem gerð var árið 2003 í The Lancet, kom í ljós að það að sofa á meðalstífri dýnu gerði það að verkum að það var tvisvar sinnum líklegri til að bæta bakvandamál hjá fólki sem var með sögum um svoleiðis. Á meðalstífri dýnu hvílist hryggurinn betur og þér mun líða betur í bakinu.

dirty_things_smartphone.jpg

Að tala í símann

Farsímar gera það að verkum að við erum mjög oft í furðulegum líkamsstöðum því við getum talað í símann hvar sem er. Hringingar, smáskilaboð og tölvupóstaskrif geta valdið álagi á hálsinn sem getur svo leitt niður hrygginn. Í rannsókn frá árinu sem gerð var af Temple University kom í ljós að skrif á smartsíma býr til meiri verki í öxlum, hálsi og baki.

Vertu vakandi fyrir því í hvaða stöðu þú ert þegar þú ert í símanum og þá geta þessir verkir minnkað. Góð staða er þegar hálsinn er beinn, eyrun í beinni línu við axlirnar og herðablöðin niðri og slök.

 

Doing-Laundry

Heimilisverk

Að laga til og gera heimilisverk getur stundum valdið raunverulegum sársauka, en af annarri ástæðu en þú heldur. Í rannsókn frá árinu 2006 í Spine, kom í ljós að heimilisverk eins og að þvo þvott, moppa, vaska upp og jafnvel að bera innkaupapoka eru ein af mest krefjandi heimilisverkum sem þú getur sinnt. Þú þarft að beygja þig í bakinu frá mittinu og það veldur verkjum í háls og baki. Reyndu aðeins að beygja hnén í staðinn til að fá minna álag á bakið.

 

[nextpage title=”Fleiri atriði”]

108913968

Að ganga í hælum eða „flip flop“sandalar

Háir hælar líta vel út og láta leggina virka lengri en „flip flop“ sandalar eru aðallega bara þægilegir. Hinsvegar eru báðar þessar tegundir skófatnaðar, álag fyrir bakið þitt. Í rannsókn frá árinu 2010 í Journal of Chiropractic Medicine, kom fram að margar konur finna fyrir verk í mjóbakinu þegar þær hafa verið í háum hælum. Það var talið, en ekki fullkomlega sannað, að hælarnir hefðu áhrif á bakið, til dæmis vegna þess að fettan á mjóbakinu eykst ef konur eru á hælum. Prófessor við háskóla í Norðurhluta Texas sagði: „Háir hælar beygja ilina, toga í vöðva og liði svo álagið er ekki bara á fæturnar sjálfa.“ Hann telur að háir hælar raski náttúrulegu formi líkamans.

„Flip flop“ sandalar stytta skrefin þín, sem setur óvenjulegt álag á fætur, mjaðmir og mjóbak. Þeir setja meira álag á utanverða fæturnar og minna á hælana svo það myndast lítill snúningur á neðri hluta fótleggja þinna. Þetta breytir stöðunni á mjöðmunum og eykur álag á neðri hluta baksins.

junkfood_01

Lélegt mataræði

Ef þú borðar mikið unna matvöru og sykur, getur það aukið bólgur í líkamanum og valdið bakverkjum. Í rannsókn frá árinu 2014 í Asian Spine Journarl, kom í ljós að 31% kvenna og 25% karla sem voru með bakverki, voru líka með óþægindi í meltingafærum eins og kviðverki og fæðuóþol. Það sem tengir saman næringu og bakverki, snýr allt að bólgum. Matur sem er með mikilli fitu og sykri valda bólgum í líkamanum og auðvitað á það við um mjóbakið. Ef þú velur hreina fæðu, eins og kjöt, baunir, brún hrísgrjón og grænmeti hjálpar það til við að minnka verki í baki.

 sigaretta

Reykingar

Það er vitað að reykingar skaða lungun en það vita það ekki allir að þær geta líka haft áhrif á bakið. Í rannsókn frá árinu 2001 sem fram fór í Johns Hopkins háskóla, kom í ljós að reykingar minnka blóðflæðið til hryggþófanna sem veldur ótímabærri öldrun í þófunum. Það getur valdið verkjum í mjóbaki. Ungir reykingamenn eru líklegri til að finna til í bakinu en þeir sem eru eldri því þeir eru líklegri til að taka þátt í hegðun sem getur valdið æðakölkun eins og áfengisdrykkju og neyslu ruslfæðis.

 

Heimildir: MedicalDaily

SHARE