Hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér hvernig má brúka smokka? Öðruvísi en að rúlla þeim niður beinstífan getnaðarlim. Nei, einmitt – ekki ég heldur. Þessir litlu gúmmísekkir eru víst til ýmissa hluta nytsamlegir, hvern hefði grunað?
Notaðu smokk til þess að gera símann þinn vatnsheldan – snertiskjárinn virkar meira að segja í gengum gúmmíið. Ég tek þó enga ábyrgð á þessu trixi þar sem ég þori ekki að prófa það sjálf.
Klipptu ósmurðan smokk niður í teygjur. Þær má svo nota í hvað sem er, í hárið, til þess að loka pokum o.s.frv. Þessar eru sterkar sem stál. Svona næstum.
Opnaðir þú banana og hefur svo ekki lyst? Rúllaðu smokki utan um hann og hentu aftur inn í ísskáp. Ósmurðir smokkar eru stórfínar umbúðir utan um allskonar matvöru. Eins girnilega og það nú hljómar.
Fylltu smokk af vatni og eigðu ávallt einn slíkan í frystihólfinu. Virkar ljómandi vel sem kælipoki á íþróttameiðsl eða aðra verki.
Ertu með plástur og þarftu að fara í sturtu? Klipptu framan af smokki og smeygðu honum utan um laskaða líkamshlutann. Voilá – plásturinn sleppur við sturtuna.
Smeygðu ósmurðum smokki utan um pikkfast krukkulok og það opnast eins og skot.
Tengdar greinar:
„Til strákanna sem segja; ég er með of stórt typpi fyrir smokka – FÁIÐ YKKUR SÆTI”
Tonje safnar notuðum smokkum: „Ég þrái að safna 10.000 alls“
9 stórskrýtnar staðreyndir um smokka – Myndband
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.