6 sniðugar og skemmtilegar geymsluleiðir fyrir baðherbergið

1.
Settu skrautsand, kaffibaunir eða perlur í sæta blómavasa og stingdu förðunarburstunum ofan í.

26334 bað5

2.
Notaðu smekklega tímaritahirslu undir raftæki á borð við krullujárn, sléttujárn og rakvélina.

 

3.
Ef þú notar mikið magn af hárvörum getur þú sparað talsvert pláss með því að koma brúsunum fyrir í litlum vínrekka.

26334

4.
Mikil prýði getur verið af litríkum naglalökkum og þess vegna sniðugt að stilla þeim upp á fallegum kökudiski eða setja þau í kökukrús.

26334 bað6

26334 bað4

5.
Akrýlbox af öllum stærðum og gerðum spara pláss og taka sig vel út inni á hvaða baðherbergi sem er. Slík box eru fáanleg til dæmis í Ikea og Rúmfatalagernum.

 

6.
Krukkur, krukkur, krukkur. Það virðist ætla að vera áfram í tísku setja hitt og þetta í glerkrukkur. Þær má nýta undir eyrnapinnana, bómullina og hágreiðurnar, svo eitthvað sé nefnt. Það má líka dunda sér við að skreyta krukkurnar skemmtilega áður en þeim er stillt upp.

26334 bað8 26334 bað

SHARE