Er maki þinn ótrúlega þrjóskur? Eða ert þú þrjósk/ur og gefur þig ALDREI? Þrjóska er ekki endilega slæm heldur getur hún unnið með manni líka. Þrjóskir einstaklingar gefast ekki mjög auðveldlega á neinu. Það er bara þannig. Að því sögðu skulum við kíkja á, í hvaða stjörnumerki þrjóskustu einstaklingarnir eru:
6. Fiskur
Þetta vatnsmerki gæti virst afslappað út á við, en innra með sér eru þeir að ofhugsa allt. Stjörnuspekingurinn Briana Saussy segir að Fiskurinn geti virst kaldur og auðvelt að vinna með honum, en undir „glitrandi hreistrinu er stálhryggur.“ Fiskurinn er oft ósveigjanlegur og hann mun „synda á móti straumnum bara til þess eins að sanna eitthvað.“ Fiskurinn hefur sterkar skoðanir og eru óhræddur við að deila þeim, samt segir Briana að þetta sé ekki beinlínis „þrjóska“, heldur líti hún á þá sem „sjálfstæða hugsuði“.
Sjá einnig: Stjörnumerkin og gallarnir
5. Hrútur
Þeir sem eiga vini eða fjölskyldu í merki Hrútsins vita að þessir þrautseigu einstaklingar gera nákvæmlega það sem þeir vilja. „Þegar Hrúturinn sér einhvern verða fyrir óréttlæti eða sér einhvern sem þarf verndun, kemur hann og beitir sér til að hjálpa til,“ segir Briana. Ef Hrúturinn sér eitthvað sem hann trúir á, gefur hann ekki tommu eftir til þess að sanna mál sitt. Þegar hann hefur ákveðið sig mun ekkert breyta því. Ef hann verður ósáttur við þig, muntu örugglega ekki heyra í honum framar.
4. Ljón
Ljónið er stjörnumerki sem trúir því að þeirra leið sé sú eina rétta. „Það stendur fast á sínu, segir alltaf sína meiningu og fylgir hjartanu,“ segir Briana. Ljónið efast aldrei um eigin gjörðir, jafnvel þótt fólkið í kringum það geri það. „Þeim er alveg sama hvort öðru fólki líkar við það eða ekki og láta ekki segja sér hvað sé rétt og hvað sé rangt,“ segir Briana. En þótt ekki sé hægt að sannfæra Ljónið um neitt, getur Ljónið látið annað fólk sjá heiminn á sinn hátt.
3. Vatnsberi
Vatnsberinn er oft heltekinn af málum eins og félagslegu óréttlæti og pólitík og mun ekki breyta skoðunum sínum út frá hugmyndum annarra. Briana segir að fólk í Vatnsberanum sé „óhaggandi í skoðunum sínum og hugmyndum og mjög sjaldan tilbúið til að breyta til.“ Hins vegar getur Vatnsberinn átt það til að bakka örlítið en aðeins ef hann fær nýjar upplýsingar sem neyða hann til að endurskoða. Vatnsberinn tekur sér einnig tíma í að mynda skoðanir. Hann rannsakar efni tímunum saman á netinu eða á bókasafninu áður en hann myndar sér skoðun – og þegar hann hefur tekið ákvörðun mun hann láta alla í kringum sig vita.
Sjá einnig: Stjörnuspá fyrir júní 2022
2. Sporðdreki
Þó Sporðdrekinn sé ekki þrjóskasta merkið, þá eru hann frekar nálægt því. Briana lýsir þessu merki sem mjög þrjósku en það sé samt örlítið sveigjanlegri en Nautið, en alls ekki mikið. Sporðdrekinn mun hlusta vel á skoðanir þínar, en samt getur ekkert sem þú segir mun breyta hans skoðunum. Það er sérstaklega erfitt að rífast við Sporðdreka því hann er svo rosalega nákvæmur og tekur eftir öllu og er með sannanir fyrir öllu. En Sporðdrekinn er líka einstaklega tryggur – sérstaklega í samböndum – þannig að ef hann elskar þig og virðir þá er mögulegt að hann endurskoði einhverjar af sínum stífu skoðunum.
1. Naut
Það kemur örugglega ekki á óvart að Nautið er þrjóskasta stjörnumerkið. Þegar öllu er á botninn hvolft eru Nautin þekkt sem naut og líkt og dýrið grefur nautið sig með fætur í jörð og haggast ekki. Nautið reiðist líka mjög auðveldlega ef einhver skorar á það. „Ekki eyða tíma þínum í að reyna að breyta skoðunum Nautsins,“ segir Briana. Nautið lítur ekki á sig sem ósveigjanlegt heldur telur það sig bara vita hver eina rétta leiðin er í lífinu.
Heimildir: Bestlifeonline.com
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.