Brjóstakrabbamein er annað algengasta krabbameinið í konum, á eftir húðkrabbameini.
Það er vel þekkt að gen, hormónar og lífstíll geta haft áhrif á líkurnar á því að þú fáir brjóstakrabbamein. Það minnkar líkurnar á brjóstakrabbameini að hreyfa sig og borða hollan mat. Það eru samt fleiri dagsdaglegar venjur og athafnir sem hafa áhrif á þessar líkur og verða 6 af þeim taldar upp hér fyrir neðan.
Nú er bleikur mánuður og þess vegna fannst okkur kjörið að deila þessum atriðum með ykkur.
Getnaðarvarnarpillan
Estrógen-ið í getnaðarvarnarpillunni kemur í veg fyrir þungun en getur haft neikvæðar afleiðingar fyrir frumur í brjóstunum. Mikið magn af hormónum í blóðinu getur aukið líkur á brjóstakrabbameini með því að örva um of framleiðslu þessarra fruma í brjóstunum. Í rannsókn frá árinu 2014 kom í ljós að það voru tengsl milli þess að konur, á aldrinum 20-49 ára, væru að taka getnaðarvarnarpilluna og auknum líkum á brjóstakrabbameini. Það fór samt eftir því hversu mikið magn af hormónum var í pillunni. Ungar konur sem voru á pillu með miklum hormónum (50 míkrógrömm eða meira) voru í meiri hættu en þær sem tóku pillu með minna magni af hormónum (20 míkrógrömm).
Að gefa ekki brjóst
Það er alltaf ákvörðun hverrar og einnar konu hvort hún vilji gefa barni sínu brjóst eða ekki. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2002 eru örlítið minni líkur á því að konur sem hafa gefið brjóst fái brjóstakrabbamein, en konur sem hafa ekki gefið brjóst.
Aukakíló
Ef þú ert að bæta á þig kílóum með hverju árinu, ertu að auka líkurnar á því að þú fáir brjóstakrabbamein eftir tíðahvörf. Það kom fram í rannsókn að konur sem hafa þyngst um eina fatastærð á hverjum 10 árum frá 20- 70 ára auka líkurnar á því að frá brjóstakrabbamein um 33%. Ef konur fóru hinsvegar upp um 2 fatastærðir urðu líkurnar 77%.
Alkóhól
Því meira alkóhól sem þú drekkur, því meiri líkur eru á brjóstakrabbameini, samkvæmt Amerísku krabbameinssamtökunum. Líkurnar aukast mikið ef drykkirnir eru 2-5 á dag. Í rannsókn frá árinu 2011 kom í ljós að ef kona neytir 5-10 gramma af alkóhóli á dag, eða 3-6 glös á viku, aukast líkur á brjóstakrabbameini um 15%.