7 algeng mistök þegar á að skipuleggja heimilið

Hún Kata vinkona heldur áfram að láta ljós sitt skína og sendi mér þessa vangaveltur.

7 Algeng mistök…
þegar á að einfalda heimilið!

#1  Byrja að einfalda hjá öðrum
Æfingin skapar meistarann segja þeir, en þér verður ekkert úr verki heima ef þú ert alltaf að einfalda hjá öðrum.

#2  Skipuleggja einföldununa
Allur tíminn fer í að gera „todo“ lista í stað þess að hefjast handa.

#3  Fara úr einu í annað
Ok, þú ert byrjuð að einfalda og þá liggur þarna peysa sem þarf að brjóta saman og setja inn í skáp svo þú ertu kominn inn í herbergi og þar er glas sem þarf að fara í eldhúsið, úps ruslið er fullt það þarf að fara með það… áður en þú veist af er tíminn farin frá þér og þú ert ekki byrjuð að einfalda!

#4  Setja dót í poka og geyma
Þú hefur fyllt poka af dóti sem á að fara í ruslið og eða gefa í Góða hirðinn en þú ferð ekki með það strax. Þegar þú ætlar svo með pokana ertu búin að gleyma hvað var í þeim og þú þarft að fara yfir það aftur og hugsanlega kannski aftur…

#5  Kaupa geymslubox áður en lagt er af stað
Já! ég er harðákveðin nú byrja ég að einfalda. Svo þú ferð útí búð og kaupir geymslubox, nú áttu box en hvað setur þú í þau þegar markmiðið er að einfalda. Endar þú kanski á að hugsa hvað á ég að gera við boxið sem ég verslaði.

#6  Henda of miklu
Æ, ég nenni ekki að fara yfir þetta er búin að geyma þennan kassa svo lengi að ég man ekki einu sinni hvað er í honum, get alveg eins hent honum. Hér kemur típísk dæmi: Mamma/pabbi eigið þið ekki ennþá einhverstaðar…. anskotinn henti ég þessum kassa!

#7  Gefast upp áður en það er lagt í hann
Það eru svo margir að einfalda lífið og dásama það, ég vill ekki heldur eiga svona mikið dóti, langar í þennan tíma og kósíheit í einfaldara lífi. Þú ætlar að standa upp og gera eitthvað í málinu en vinnan, börnin, uppvaskið, hundurinn, ræktin gera það að verkum að þú gefst upp og sest aftur fyrir framan sjónvarpið og horfir bara á einn þátt sem sýnir aðra sem hafa náð þessari einföldun og ákveður að reyna aftur seinna!

SHARE