Við lifum á tækniöld og það er æðislegt hvað tæknin hefur einfaldað líf okkar mikið. Það er samt smá hængur á þessu öllu því tæknin getur mjög auðveldlega eyðilagt heilbrigðustu sambönd.
Það skiptir svo miklu máli í samböndum að tala saman og tjá sig og við þurfum að muna að leggja frá okkur símana, tölvurnar, spjaldtölvurnar og einbeita okkur að hvort öðru.
Hér eru nokkur dæmi um það hvernig tæknin getur eyðilagt sambönd:
1. Daður á netinu
Daður á netinu getur verið, fyrir suma, góð leið til að eignast nýja vini og drepa tíma. Hinsvegar er það algengasta orsökin fyrir sambandslitum í nútímasamfélagi. Það hafa eflaust margir heyrt um einhvern sem hefur farið að halda framhjá eftir að hafa kynnst einhverjum utan hjónabandsins á netinu.
2. Fíkn í tölvuleiki
Ef maki þinn eyðir miklum tíma í tölvuleiki ætti það að kveikja á viðvörunarbjöllum hjá þér. Rannsóknir sýna að mörg pör hætta saman út af tölvuleikjafíkn annars aðilans. Konur geta líka orðið háðar tölvuleikjum svo allir ættu að vera vakandi fyrir því hversu miklum tíma þau eyða í að spila tölvuleiki á degi hverjum. Farið frekar í göngutúr og njótið samverunnar við hvort annað.
3. Heilsa
Það hefur aldrei farið á milli mála að tækni hefur áhrif á heilsuna þína, sérstaklega andlegu heilsuna. Þú getur orðið kvíðin/n, stressuð/aður og þunglynd/ur af tækni. Þú getur misst þig við maka þinn án þess að ætla það. Slökktu á raftækjunum eins oft og þú getur.
4. Fíkn í síma
Ertu háð/ur snjallsímum? Eyðir maki þinn alltof miklum tíma í símanum? Snjallsímafíkn er mjög algeng þessa dagana og margir eru að reyna að komast yfir þessa fíkn en það er erfitt. Slökkvið á símunum og einbeitið ykkur að YKKUR.
5. Rifrildi
Það er auðvitað í lagi að rífast annað slagið, en rifrildi vegna þess hverjir eru vinir hans á Facebook og hvað hann er búinn að vera að líka við er ekki í lagi. Ekki fara í gegnum símann hans, bara til þess eins að finna einhvern „skít“ á hann.
6. Hefur áhrif á svefnvenjur þínar
Hvort sem þú (eða maki þinn) hefur átt við svefnleysi að stríða þá getur það verið tengt tækni. Það, að skoða símann eða tölvuna fyrir svefn, er slæmur ávani og getur haft áhrif á kynlífið og sambandið í heild. Að horfa á sjónvarpið er slæmur ávani líka.
7. Þú deilir of miklu á samfélagsmiðlunum
Nú á dögum er mjög algengt að fólk deili smáatriðum í lífi sínu á samfélagsmiðlum. Áður en þú ferð að deila einkamálum þínum, íhugaðu þá hversu mikilvæg þessi atriði eru og hvort þau skipti máli. Ekki skrifa um rifrildi þín og maka þíns á samfélagsmiðlum.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.