7 atriði sem skaðleg geta verið heilsunni

Ferðu alltaf að sofa klukkan 1 á nóttunni og vaknar svo ósofin(n) eða þarftu endilega að fara reglulega í ljós á vetrin? það er ýmislegt sem við gerum dagsdaglega sem skaðlegt getur verið fyrir heilsuna.

Hér er skrá yfir 7 heimskuleg mistök varðandi heilsuna sem hið klókasta fólk gerir:

1. Að sleppa morgunmat.
Morgunverðurinn er auðveld og holl máltíð og ekkert vit í að sleppa honum.

Meðan við sofum hægir á brennslu líkamans og þegar við vöknum þarf líkaminn orku til að koma brennslunni aftur í gang.

Við höfum ekki neytt matar í u.þ.b. átta klukkustundir og líkaminn er hungraður. Þegar maður sleppir morgunverði gengur á orku líkamans. Þeir sem eru að sleppa morgunverði í þeim tilgangi að minnka hitaeiningarnar borða bara meira yfir daginn af því þeir eru illa svangir og þeir þyngjast!

Rannsókn hefur sýnt fram á að þeir sem ná því að ráða við megrunarátak borða nærri því allir morgunverð. Ennfremur sýna rannsóknir að þeir sem borða morgunverð eru yfirleitt í betra andlegu jafnvægi en hinir sem sleppa honum.

2. Að skemma húð þína í skiptum fyrir svolítinn lit.
Það er alkunna að of mikil sól skemmir húðina. Hvernig stendur þá á því að við höldum áfram að steikja húðina til þess að verða dálítið brún?

Þegar fólk liggur í sólbaði og ber ekki einu sinni á sig sólarvörn fær það stóran skammt af skaðlegum sólargeislum sem geta sett ellimörk á húðina fyrir aldur fram og það sem er þó verra er að það getur valdið húðkrabbameini.
Brúnkan er einfaldlega ekki þessa virði, sérstaklega þegar hægt er að fá allskonar brúnkukrem.

3. Reykingar
Ef þú hefur ekki áttað þig á því enn að reykingar eru skaðlegar – og þá er átt við banvænar- ert þú í alvarlegri afneitun. Þetta er eitthvað sem allir vita í dag og afleiðingar reykinga eru m.a. krabbamein í lungum og vélinda, hrukkur fyrir aldur fram, aukin áhætta á getuleysi hjá karlmönnum og ýmiskonar meðgöngu vandamál. Og þetta eru einungis nokkrir þættir um skaðsemi reykinga.

Reykingar eru ávanabindandi og það getur verið mikið mál að hætta. En það er þó eitt hið besta sem þú getur gert fyrir heilsuna.

4. Láta lóðin eiga sig.
Það að lyfta lóðum eykur ekki endilega við vöðvana þó að sögusagnir hermi að svo sé. Margir, bæði karlar og konur eru þó að sækjast eftir því.

En konur hafa ekki nægilegt testosterone og oftar en ekki heldur tíma til æfinga sem þarf til þess að ná upp vöðvamassa.

Þegar fólk byrjar að lyfta og fer í mikið æfingaprógram þyngist það yfirleitt fyrst og það er af því að vöðvar aukast og þeir vega meira en fita.

Rannsóknir sýna að þjálfun á morgnana eykur brennsluna allan daginn.

5. Að vera hræddur við að fara til læknisins.
Það finnst engum gaman að fara til læknis. Oft tekur það langan tíma, það getur verið vandræðalegt og er það auðvitað undir því komið af hverju þú fórst til læknisins.

Hvernig sem það er gæti læknirinn komið auga á vandamál sem hægt er að meðhöndla og koma þannig í veg fyrir frekari vandræði.

Konur ættu að fara árlega í legháls sýnatöku og brjóstaskoðun og árlega brjóstamynd eftir fertugt.

Karlar ættu reglulega að láta skoða eistun og fara í ristilskoðun.

Þessar heimsóknir til lækna geta verið óþægilegar en þær gætu bjargað lífi þínu.

6. Að sofa ekki nóg.
Læknar hafa um árabil sagt okkur að við þurfum að minnsta kosti átta klukkustunda svefn til að geta sinnt störfum okkar og liðið vel. Af hverju fer fólk þá svona seint í háttinn?

7. Að drekka hitaeiningarnar.
Það getur vel verið að þú hafir það fyrir venju að drekka allskonar blandaða kaffi- og ávaxtadrykki en hugsir ekki út í að þú gætir verið að drekka í einu máli nærri því allar hitaeinigar sem þú þarft yfir daginn. Kaffidrykkir, ávaxtadrykkir, gos og vín eru frægar hitaeiningabombur.

Ef þú drekkur eitthvað af ofantöldu daglega en dregur ekki úr hitaeiningum í annarri fæðu færðu sennilega allt of margar hitaeiningar sem koma þá fram í aukinni þyngd.

Reyndu að takmarka þessa drykki við einn drykk á viku en drekktu mikið vatn.

Það er ýmislegt fleira sem við gerum sem hægt væri að breyta til að hafa áhrif á heilsuna, meira um það seinna.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here