Víbradorar hafa langa og mjög sérstaka sögu. Yfir þau 135 ár sem hann hefur verið til hefur hann verið notaður á ýmsan máta. Nú til dags eru þeir aðallega notaðir sem hjálpartæki ástarlífsins, en það er langt frá upprunalegum tilgangi tækisins.
Sjá einnig:Hjálpartæki ástarlífsins – Til margra hluta nytsamleg
Fyrir það fyrsta voru víbradorar upprunalega hannaðir sem lækning við vandamálum sem konur höfðu einfaldlega vegna þess að þær væru með leggöng. Nú í dag vitum við að þrönsýni forvera okkar náðu ekki yfir þá flóknu líffræði sem við þekkjum í dag en uppfinning þessi gjörbreytti kynlífsiðnaðinum svo um munar.
1. Hann var fundinn upp af breskum lækni
Læknar höfðu verið að nota alls kyns nuddtækni við meinum og kvillum (sem nú myndi kallast sjálfsfróun) í aldaraðir en það var ekki fyrr en um 1800 sem rafmagnið kom til sögunnar. Dr. Joseph Mortimer Granville var breskur læknir sem fann upp fyrsta rafknúna nuddækið sem var ætlað til þess að lækna kvenkyns vandamál og var það blýþungt og þurfti tvær manneskjur til að stjórna því. Það hefur eflaust gert læknaheimsóknirnar vandræðalegar fyrir sumar konur.
2. Uppfinning hans var ekki bara af kynferðislegum toga
Eins og áður hefur verið minnst á þá voru þeir fyrst hannaðir til að lækna virkileg mein sem hrjáðu konur. Gríska orðið hysteria var notað yfir þau mein en það þýðir leg á því tungumáli og voru þau talin bæði líkamleg og andleg veikindi sem verða hjá eingöngu konum, sem ekki var hægt að finna aðra útskýringu fyrir. Til dæmis var talað um að hann myndi finna lausn á depurð, kvíða, uppþembu, kynhvöt, pirringi, svefnskorti og lystarleysi.
Læknar notuðu fullnægingu til að lækna hysteríuna, en þó að fullnægingin læknaði ekki veikindin, þá lét hún sjúklingana vera mun afslappaðri eftir meðferðina, svo það er ekki furða að læknar litu svo á að hún virkaði.
Sjá einnig:Hjálpartæki ástarlífsins – Þetta vissir þú ekki! – Myndir
3. Hann var algengt heimilistæki í Bandaríkjunum uppúr 1900
Þekkt raftækjamerki eins og Hamilton Beach, voru fyrstir til að kynna víbradorinn til heimilisnota og var hann fimmti í röðinni yfir vinsælustu heimilistækin á eftir saumavél, tekatli og brauðrist.
4. Að meðaltali eru meira en helmingur kvenna sem nota víbrador
Samkvæmt könnun sem var gerð árið 2009 hafa um 52% allra kvenna sem tóku þátt, notað víbrador á einn veginn eða annan. Konurnar sem tóku þátt voru 2056 talsins og á aldrinum 18-60 ára og leiddi það í ljós að meira en helmingur þeirra hafa notað víbradorinn til annað hvort kynferðislegrar örvunar eða eða til auka örvun í kynlífi og forleik.
Sjá einnig: Vilt þú breyta símanum þínum í titrara?
5. “The Rabbit” víbradorinn var hannaður til þess að forðast lögsókn
Munið þið eftir þættinum í Sex and the City þar sem Charlotte verður háð víbrador sem kallaðist The Rabbit? Upprunalega var hann hannaður í Japan, þar sem ólöglegt var að hanna víbrador sem er í laginu eins og getnaðarlimur.
6. Sex and the City er mögulega valdurinn af aukinni notkun víbradora
Það hefur þó ekki verið sannað, en mikil aukning var í sölu víbradora um það leiti sem þessi ofangreindi þáttur var sýndur. Tækið var þá þegar orðið mjög vinsælt en salan rauk upp árið 1998, en um það leiti var líka aukning í að hægt væri að versla vörur í gegnum internetið, sem auðveldaði þeim lífið, sem kunnu ekki við að fara út í búð.
7 Notkun víbradora er góð fyrir heilsu þína almennt
Margar kannanir hafa verið gerðar sem sýna fram á að fullnægingar eru góðar fyrir alla. Hún getur minnkað hættuna á krabbameini, komið í veg fyrir hjartaáföll og jafnvel bætt heilavirkni þína. Þú vissir það kannski ekki en konur sem nota reglulega víbrador eru almennt heilbrigðari þarna niðri en þær sem nota hann ekki. Dr. Herbenick birti grein í the Journal of Sexual Health, sem segir að konur sem stunda sjálfsfróun með víbrador eru líklegri til að fara reglulega í skoðun og skoða sjálfar sig meira.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.