Nóvember er alþjólegur ættleiðingar mánuður eða National Adoption Month. Fréttamiðillinn Huffingtonpost.com ákvað að leggja þessu málefni lið og birti nokkrar fallegar ættleiðingarsögur á síðunni sinni til að vekja athygli á því hversu börn í heiminum vantar fjölskyldu.
Scott og Rebecca Walker frá Lebanon, Tennessee ættleiddu barn frá Suður Kóreu í mars á þessu ári.
Kelley and Jeff ættleiddu Yenenesh árið 2013. Myndin var fengin af síðunni Red Thread Sessions sem er vefsíða sem fagnar ættleiðingum í gegnum ljósmyndir.
Via fjölskyldan hóf ferlið við að ættleiða Chloe frá Úganda fyrir tveimur árum. Í desember árið 2012 var Chloe neitað um landvistarleyfi í Bandaríkjunum svo Via fjölskyldan tók sig til og flutti fjölskylduna sína til Úganda.
Ted Herrera Jr. og maðurinn hans langaði til ættleiða ungabarn en þegar þeir hittu þessi fjögur systkini stóðust þeir ekki mátið og þann 8. október 2010 fengu þeir að taka þau með sér heim.
Scot og Lindsay Sines og börnin þeirra Reagan, Lilli and Zeke frá Houston, Ohio komu heim með Zechariah Scot Sines í febrúar á þessu ári.
Shannon og Lee Dingle fengu að ættleiða Zoe frá Tævan í júlí árið 2012. Zoe fæddist með sjúkdóm sem kallast cerebral palsy og hefur áhrif á hreyfigetu og jafnvægi. Síðan Zoe var ættleidd hefur Shannon og Lee einnig ættleitt þrjú systkin frá Úganda en eitt þeirra er alnæmi smitað.
Zach and Nicole ættleiddu frá Kína árið 2011 og mun koma heim bróðir fyrir börnin sín eftir nokkrar vikur.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.