7 hlutir sem geta valdið höfuðverkjum

Flestir fá stundum höfuðverk. Talið er að um helmingur fullorðins fólks hafi fengið höfuðverk að minnsta kosti einu sinni á undanförnu ári samkvæmt World Health Organization. Oft er það stress, ákveðnar fæðutegundir eða áfengi, raskaður svefn eða óregluleg næring sem getur valdið höfuðverkjum án þess að þú gerir þér grein fyrir því.

Hér eru nokkur ráð sem Prevention og Everyday Health tóku saman:

1. Reyktur, súrsaður, þurrkaður eða matur sem er leyft að eldast

Með því að borða matvæli sem eru látin eldast, eins og ost, spægipylsu, vín og reyktan lax geturðu aukið líkurnar á því að fá höfuðverk. Ástæðan fyrir því er að þessi matvæli innihalda súlfíð sem getur víkkað æðar þínar.

2. Lyktir

Algengustu lyktirnar sem valda höfuðverk eru bensínlykt, reykingalykt og ilmvatnslykt, að sögn Alexander Mauskop sem er forstjóri New York Headache Center.

3. Tölvuskjár

Síbreytleiki ljósa og birtu frá símum og tölvum hefur áhrif á sjónhimnu þína og sjóntaugar og getur valdið höfuðverk.

Sjá einnig: Höfuðverkur barna og unglinga – Góð ráð

4. Vökvaskortur

Höfuðverkur vegna vökvaskorts verður til vegna þess að líkamann vantar vatn og sölt sem eru nauðsynleg til að sinna eðlilegum aðgerðum. Sumir sérfræðingar trúa því að höfuðverkurinn verði til vegna þess að æðarnar þrengjast vegna þess að líkaminn er að reyna að halda í allan vökva sem hann getur.

5. Koffein fráhvörf

„Koffein getur haft lífeðlisfræðileg áhrif á æðakerfi og getur víkkað og þrengt æðar á víxl,“ segir Mia Minen, taugasérfræðingur.

6. Kvíði vegna náinna sambanda

Ef félagslegar aðstæður og sambönd valda þér streitu þá getur það valdið höfuðverkjum, samkvæmt Nicole Glassman, eiganda Mindful Health. Hún segir að kvíði valdi grynnri öndun sem veldur því að það kemur minna súrefni í líkamann og æðar dragast saman.

7. Of stífar hárgreiðslur

Ef konur, eða karlar, eru með stíft og strekkt tagl getur það valdið höfuðverkjum, vegna álags á höfuðkúpuna.

 

 


Sjá einnig:

SHARE