Það eru margir, bæði konur og karlar, sem vilja meira af einhverju í rúminu en þora ekki að nefna það af ótta við viðbrögð maka síns. Hér eru 7 atriði sem karlar almennt vilja meira af í svefnherberginu samkvæmt Cosmopolitan en þeir fóru á stúfana og spurðu karlmenn útí þetta málefni.
1. Tíðari munnmök
Þetta er ósköp einfalt, þeir vilja bara oftar fá munnmök, PUNKTUR!
2. Segðu fallega hluti
Karlmenn vilja heyra falleg hluti um sig í rúminu og þá er ekki átt við eitthvað klúrt heldur fallegt, eins og „þú ert svo flottur“ eða „ég elska þig svo mikið“ og svoleiðis
3. Gerðu smá „show“
Þegar konan er ofaná þá vilja karlmenn að konan sé örugg með sig og sýni honum að hún sé það. Karlmenn elska t.d. að kona lyfti eða fikti í hárinu á sér meðan hún er ofan á.
4. Léttar stunur
Ekki ofgera stununum en léttar og mjúkar, alvöru stunur gera karlmenn alveg vitlausa
5. Notaðu röddina
Ef þú talar og segir klúra hluti við karlmanninn, verður jafnvel trúboðastellinginn frekar nýstárleg
6. Vertu í einhverjum fötum
Ekki fara úr alveg öllu ef þú vilt breyta til. Ef þú ert áfram í háum sokkum eða kynþokkafullum brjóstahaldara þá getur það gert karlmanninn alveg óðann.
7. Vertu opin fyrir nýjungum
Ef karlmaðurinn óskar eftir því að þið prufið eitthvað nýtt, þá er það ekki af því að hann sé leiður á þér heldur hefur hann bara gaman að því að prófa nýja hluti. Ekki taka því sem móðgun og vertu opin fyrir því.
Heimildir: Cosmopolitan