Heimasíðan Sheknows birti lista yfir nokkur hegðunarmynstur í samböndum fólks sem gætu skapað vandamál. Þessi atriði eiga auðvitað við um bæði kynin. Hvað finnst þér, ert þú sammála þessu?
ÞÚ SETUR ÚT Á FJÖLSKYLDU MAKANS
Það er alveg sama hvað þér finnst fjölskylda makans ómöguleg og ömurleg- þú skalt bara halda því fyrir þig. Þess háttar tilfinningar þínar munu bara reka skaðlegan fleig milli ykkar. Það getur meira að segja vel verið að honum finnist fjölskyldan alveg hrútleiðinleg en maður vill ekki að aðrir segi manni það! Þess vegna er best að segja sem minnst þegar talið berst að fjölskyldu makans- ef þér fellur hún ekki!
ÞÚ NJÓSNAR UM HANN
Þú heldur kannski að það sé góð hugmynd að lesa allt bloggið sem kærastinn/kærastan skrifar, fara inn á fésbókina hans/hennar og lesa Twitter færslurnar. En ef þú veist nákvæmlega og alltaf hvar hann/hún er og hvað hann/hún er að hugsa gætir þú farið að greina alla hegðun hans og samband ykkar út í hörgul………. Það getur hreinlega skaðað samband ykkar.
ÞÚ LÆTUR AÐRA HEYRA RIFRILDI YKKAR
Það er alveg eðlileg að pör séu ekki alltaf sammála, sérstaklega þegar þau hafa verið saman um nokkurt skeið. En þegar rifrildið verður svo stjórnlaust að það fær að skella á eyrum allra viðstaddra eru þau orðin til skammar og eyðileggjandi og alveg bráðnauðsynlegt að ná tökum á ástandinu.
ÞÉR ER ORÐIÐ SAMA
Það er ekki einungis slæmt fyrir heilsuna og alla líðan en þegar þér er orðið sama þegar þú er komin í traust samband– hvort sem það snýst um að þú hættir að leggja þig fram og gera eitthvað fallegt af og til fyrir makann eða hættir að hugsa um þig eru það ekki góð skilaboð til maka þíns. Ef þér er orðið sama um sjálfa/n þig má álykta að þér sé líka sama um hann/hana.
ÞÚ ERT AÐ REYNA AÐ BÆTA HANN/HANA
Margar konur halda að þær séu að gera manninum gott með því að reyna að endurskapa hann. Þegar það gerist getur það ekki haft aðrar afleiðingar en þær að upp koma vandamál. Þetta er eins og með fleiri dýrategundir, maður getur kennt þeim einhverja hegðun en ef maður heldur t.d. að maður geti gert pit bull hund að púðluhundi á maður eftir að verða fyrir miklum vonbrigðum. Þetta getur auðvitað líka átt við um karlmenn.
ÞÚ LEYFIR VANDAMÁLUM AÐ GERJAST
Allir vilja sjálfsagt reyna að hafa sambandið alveg fullkomið. En ef þú ert alltaf að reyna að forðast árekstra læturðu oft vera að minnast á það sem þér fellur ekki og þegar svo er gerir þú sjálfri þér og maka þínum mikinn óleik. Það skiptir öllu svo að samveran verði löng og farsæl að fólk tali saman.
ÞÚ SEGIR HONUM/HENNI EKKI SATT
Ef þú skrökvar að maka kann þínum það ekki góðri lukku að stýra. Gerðu það ekki.
HVAÐ GERIR ÞÚ TIL AÐ FORÐAST AÐ UPP KOMI ILLINDI MILLI ÞÍN OG MAKA ÞÍNS?