7 leiðir til að hreinsa líkamann án þess að fara öfgafullar leiðir

Það hentar langt því frá öllum að fara á svokallað “detox” kúra þar sem einungis takmarkaðra hitaeininga er neytt eða að fasta einhvern hátt. Til eru nokkrar lausnir fyrir þá sem langar til að bæta mataræðið sitt í von um meiri orku og hreysti án þess að fara öfgafullar leiðir.

  1. Sleppa unnum sykri
    Þessi breyting á mataræði einstaklinga getur reynst einstaklega erfið sökum þess hvað unninn sykur finnst víða. Mataræði sem inniheldur mikið magn af sykri getur verið mjög skaðlegt fyrir líkamann. Hvítur sykur veldur til dæmis ójafnvægi í blóðsykrinum í líkamanum og er mjög næringarsnauður.
  2. Slepptu áfengi
    Það að sleppa áfengi getur minnkað matarlöngun og aukið orkuna hjá fólki sérstaklega á morgnanna. Þá getur lifrin einnig náð að hreinsa sig ef áfengi er sleppt en lifrin sér um að brjóta niður eiturefni eins og áfengi í líkamanum.
  3. Forðastu drykki sem innihalda koffín
    Kaffi, gosdrykkir og aðrir orkudrykkir innihalda koffín. Koffín getur dregið úr upptöku vítamína og steinefna úr fæðunni, haft áhrif á blóðsykurmagn líkamans, valdið hjartsláttartruflunum, aukið blóðþrýsting og hefur slæm áhrif á miðtaugakerfi líkamans. Algengar aukaverkandir vegna koffíns eru pirringur, svefnleysi og kvíði. Ef einstaklingur verður háður koffíni getur það valdið höfuðverkjum og þreytu þegar hann dregur úr neyslu þess.
  4. Sleppa mjólkurafurðum
    Lífrænar mjólkurafurðir geta verið partur af heilbrigðu mataræði hjá þeim sem framleiða ensímið laktasa sem sér um að brjóta niður mjólkursykurinn. Það eru ekki allir sem framleiða nóg af þessu ensími til að ná að brjóta niður mjólkursykurinn og eru því með mjólkuróþol. Mælt er með því að prufa að sleppa mjólkurafurðum í viku til að sjá hvaða áhrif það hefur á líkamann.
  5. Sleppa hveiti
    Alveg eins og með mjólkurafurðir þá þola ekki allir hveiti. Hvítt hveiti inniheldur lífsnauðsynleg næringarefni en þó í miklu minna magni heldur en heilhveiti. Morgunkorn, bakarísmatur, pasta, brauð og kökur er allt fæða sem inniheldur yfirleitt hvítt hveiti. Það getur verið gott að skipta út hveiti fyrir kínóa, brún hrísgrjón, hafra og bygg.
  6. Sleppa kjöti
    Kjötát er ekki alslæmt en mikið unnar kjötvörur valda aukinni hætti á hjartasjúkdómum og sykursýki. Dæmi um unnar kjötvörur eru pylsur, beikon, kjötfars og ýmis kjötálegg. Ef kjöt er aðaluppistaðan í þínu mataræði getur verið gott að breyta til og skora á sjálfan þig að sleppa kjöti í viku.
  7. Neyta meira af hrárri fæðu
    Hráfæði er allur sá matur sem hefur ekki verið eldaður í meira en 47 gráðu hita. Þá haldast ensím í fæðunni sem hjálpa til við meltinguna. Þessi liður getur verið mjög stór breyting fyrir manneskju sem er kjötæta og því getur verið gott að fara hægt í slíkar breytingar og undirbúa sig vel.
SHARE