Það eru svo margar svalar, streetstyle leiðir til að klæðast svörtu og hvítu. Það er svo tímalaust útlit; maður er alltaf glæsilegur og stórkostlegur! Þessi samsetning er þó líka mjög vinsæl á rauða dreglinum. Hér eru nokkrar leiðir til að klæðast svörtu og hvítu.
1. Svart yfir hvítt
Hvítur alklæðnaður með nokkrum svörtum áherslum er alltaf töff. Paraðu hvítan bol við hvítar, þröngar buxur. Og flatbotna skó. Eða hermannaklossa. Já, eða hæla… OK, skórnir eru frjálst val. Skutlaðu svo svartri peysu yfir þig.
2. Hvítt yfir svart
Ef þér líkaði punkturinn á undan, muntu eflaust vera kát með þennan. Hvítar þröngar buxur og svartir hælaskór fyrir neðri hlutann. Fyrir efri partinn, farðu í svartan bol og svo í hvítan jakka yfir. Ef þú hefur jakkann opinn, gætirðu jafnvel verið í peplum topp.
3. Leður og stuttermabolur
Ef þú vilt halda þér frekar casual, þá er getur hvítur stuttermabolur ekki klikkað. Paraðu hann við leðurstuttbuxur og þú ert ekki bara casual heldur líka eitursvöl. Á meðan grunnurinn er þetta einfaldur er auðvelt að hlaða ofan á, stór hálsmen, armbönd og stórar töskur.
4. Sportlegt útlit
Víða er hægt að fá svona mjúkar en fínar ‚íþrótta‘buxur (Vero Moda, Zara, Vila… ). Þessar buxur eru snilld og vel hægt að nota t.d. í vinnunni svo lengi sem þú klæðir þær rétt. T.d. hælaskór og flottur bolur og hálsmen.
5. Mynstraðar buxur
Annað sem er hægt að finna víða um þessar mundir. Mynstraðar buxur eru ‚statement‘ flík. Með öðrum orðum, þá er best að halda restinni af fötunum einföldum til að draga ekki fókus frá þeim.
6. Rendur
Rendur eru líklega auðveldasta leiðin til að rokka svart/hvítt. Það eru margar leiðir til að klæðast röndum; buxur, bolir, jakkar, kjólar… rendur verða líka alltaf í tísku.
7. Taflborðsmynstur
Klassískt svart/hvítt mynstur – taflborðsmynstrið! Það er svolítið retro, sérstaklega í þröngum pilsum eða capri buxum. Það eru margar leiðir til að klæða þetta mynstur, en haltu því frekar einföldu.