Það eru ótrúlega mikil óhreinindi sem eru í kringum okkur alla daga og við gerum okkur kannski engan veginn grein fyrir því. Síminn, tölvan og jógadýnan til dæmis.
Sjáðu hér hvaða 7 hlutir eru meðal þeirra allra skítugustu í þínu lífi samkvæmt PureWow.com:
SÍMINN ÞINN
Það eru tíu sinnum meiri bakteríur á símanum þínum en á meðal klósetti.
Hvernig á að þrífa: Vertu með sótthreinsandi þurrkur í veskinu og þurrkaðu af honum einu sinni á dag.
Sjá einnig: Stórsniðugt: Þú getur þrifið ótrúlegustu hluti með WD-40
HEYRNARTÓLIN
Þegar heyrnartólin þín eru orðin mjög skítug getu þau jafnvel farið að valda sýkingum í eyrum. Ekki lána þau öðrum eða fá lánuð svona heyrnartól.
Hvernig á að þrífa: Notaðu gamlan tannbursta og dustaðu af heyrnartólunum með honum, ekki mjög fast. Strjúktu svo yfir með örlítið rökum klút.
LYKLABORÐIÐ OG MÚSIN
Hættu að lesa og líttu niður á lyklaborðið þitt. Sérðu einhverjar mylsnur? Það eru allt að fimm sinnum meiri bakteríur á lyklaborðinu en á meðal klósettsetu.
Hvernig á að þrífa: Settu lyklaborðið á hvolf og hristu það. Þú munt verða hissa að sjá hvað kemur úr því. Notaðu svo rakan eyrnapinna eða penna með blautþurrku til að hreinsa á milli takkanna.
JÓGAMOTTAN
Það er ekki erfitt að ímynda sér óhreinindin sem eru á jógamottunni. Sviti, ryk af gólfi, hendur og sveittir fætur.
Hvernig á að þrífa: Settu tvo dropa af tea tree olíu í vatnsflösku og þurrkaðu af mottunni eftir hverja notkun. Tea tree olían er bakteríudrepandi og eyðir sveppum. Sumar jógamottur þola líka að fara í þvottavél, en vertu viss um að þín þoli það áður en þú setur hana í vélina.
Sjá einnig: 15 frábær ráð við heimilisþrifin
STÝRIÐ OG GÍRSTÖNGIN Í BÍLNUM
Við þrífum bílinn oft að utan en kannski ekki jafn oft að innan. Það þarf samt að gera það reglulega líka.
Hvernig á þrífa: Náðu þér í vatn í fötu og sótthreinsiklút og farðu sérstaklega yfir stýrið. Það mun borga sig.
TANNBURSTI
Bakteríur lifa góðu lífi í rökum tannburstanum þínum. Sýklar á baðherbergjum ferðast um í lofti og þurfa ekki að fara á milli með snertingu. OJ!
Hvernig á að þrífa: Hentu honum í uppþvottavélina einu sinni í viku og láttu hann svo í smá munnskolsbað í um hálfa mínútu.
MARGNOTA INNKAUPAPOKAR
Já þú ert að gera góða hluti fyrir umhverfið þitt en margnota innkaupapokar geta borið meiri sýkla á sér en nærfötin þín. Og þú hendir þeim í þvottavélina mjög reglulega.
Hvernig á að þrífa: Hentu innkaupapokanum í þvottavélina annað slagið.
Sjá einnig: Viltu læra að þrífa silfur á einfaldan og ódýran hátt?
PENINGAR
Það gefur augaleið. Þeir fara í margar hendur sem eru misjafnlega vel þrifnar og hirtar. Það er varla að maður vilji hugsa það til enda hvernig það væri að skoða peninga í smásjá.
Hvernig á að þrífa: Það er bara ekki hægt. Jú þú gætir sett klinkið í uppþvottavélina og seðlana í vasana á buxunum þínum í þvottavélina en það er ekki þess virði að taka þá áhættu. Best er bara að nota kort, er það ekki bara?
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.