Nú eru það „Thigh Gap“ og „Bikini Bridge“ fara eins og eldur um internetið og það þrátt fyrir að vera afar skaðleg fyrirbæri. Engar vísindalegar sannanir liggja að baki þessum dellum þar sem hver og einn hefur mismunandi líkamsbyggingu og því ekki hægt að segja til hvort viðkomandi sé grannur eða ekki með því að athuga hvort hann sé með nægilega mikið bil á milli læranna eða útstæð mjaðmabein.
Nýjasta æðið eða “fegurðar- og líkamsmýtan” kallast „Finger Trap“ og hafa þúsundir Kínverja sett inn myndir af sér þar sem þeir reyna við “fegurðar- og ljótleika prófið” á Weibo (kínversku útgáfunni af Facebook).
Svona virkar þetta sem sagt: Ef þú ert falleg/ur áttu að geta lagt vísifingur upp við nefið á þér þannig hann snerti einnig hökuna. Ef varirnar ná að snerta fingurinn ertu talinn falleg/ur og ef ekki þá ertu ljót/ur samkvæmt þessari dellu.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.