ÓTRÚLEGT! Úr hvaða efni er þessi kjóll eiginlega? – Myndir

Kjóllinn á myndinni hér að ofan lítur út fyrir að vera úr ofurléttu efni, silkimjúkur og henta vel á sjóðheitum sumardögum. Reyndar virðist hann rándýr við fyrstu sýn og ekki á færi nema fólks með gilda seðlapúnga að kaupa. 

Þó er ekki allt sem sýnist hér, því þennan kjól myndi engin kona með réttu ráði kaupa í nokkurri verslun til að klæðast – í raun og veru myndi engin kona með réttu ráði reyna nokkru sinni að troða sér í þennan kjól.

Fallegur er hann og fisléttur ásýndar, finnst ykkur ekki?

 

bfykxnyiadnbpc6ew9oy

 

Kjóllinn sem sjá má hér að ofan, er hönnun og hugarsmíði Alsadair Thomson, sem er listamaður, búsettur í Edinborg og mótar skúpltúrverk úr marmara. Sannleikurinn er sá að þessi kjóll og fleiri sem sjá má hér að neðan eru skúlptúrverk; eftirgerðir sumarkjóla sem vinir hans og fjölskylda létu af hendi rakna fyrir sjálft verkið.

Sumarkjólarnir sem hér má sjá eru hoggnir til úr sama marmara og Michelangelo notaði þegar hann skóp “Davíð”, en tilgangur Thomson með verkinu var að kanna til hlítar hvernig “fislétt efnið fellur og hangir” – hann var með öðrum orðum að gera tilraunir með það hvernig fanga má léttleikann gegnum marmara.

 

Ekki er annað að sjá en að honum hafi tekist vel upp!

 

xturejsrdxe4bohppezl z34gdyrlq8nqopu3xvw5 ddnuvjpahrvyv0prhqct

 

 

 

SHARE