Hvað ef tré gætu talað? Hafa blóm tilfinningar? Hvernig ætli náttúran hljómi í raun? Aldrei velt því fyrir þér hvað árshringir trjánna eru sérstakir og hversu líkir þeir eru rákum á vinylplötu?
Hér má sjá árangur einkar athyglisverðrar tilraunar sem fól í sér að sneiða voldugan trjábol niður í þunnar filmur og leggja á tæki sem hegðar sér líkt og hefðbundinn plötuspilari en “les” rákirnar í trjábolnum og varpar þeim fram í hljóði.
Einkennilega fallegur en þrunginn drunga er rómur trjánna, ekki satt?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.