Kalt vatn rennur milli skinns og hörunds við áhorf myndbandsins hér að neðan, en þessi auglýsing er hluti af breskri mannúðarherferð sem ætlað er að vekja athygli á fylgni milli tíðni heimilisofbeldis og leikja í enska boltanum.
Það er rétt. Talsverð fylgni er á milli árása á konur, aukinni tíðni heimilisofbeldis og leikja í enska boltanum. Herferðin kemur úr smiðju bresku samtakanna Tender Education and Arts sem m.a. berjast gegn ofbeldi á konum og beita sér fyrir víðtækri fræðslu um heilbrigð samskipti.
Rannsóknin sem vitnað er í var unnin á vegum háskólans í Lancaster og er að finna hér en þar segir orðrétt á frummálinu:
The study found two statistically significant trends. First, a match day trend showed the risk of domestic abuse rose by 26 percent when the English national team won or drew, and a 38 percent increase when the national team lost. Second, a tournament trend was apparent, as reported domestic abuse incidents increased in frequency with each new tournament.
Hræðilegar staðreyndir sem oft drukkna í fagnaðarlátum, ekki satt?
[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”VbISE9IM5Sk”]
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.