8 atriði sem þú VERÐUR að hætta – Augnblýanturinn

Augnblýantur og eye liner geta unnið svo dásamlega með augum þínum. Því miður eru alltof margir sem kunna bara ekki alveg að nota þessar snyrtivörur. Auðvitað er ekki að furða, því við fæðumst ekki með þá kunnáttu að mála okkur og það er ekki allra að gera það. Það er bara eðlilegt.

Hér eru nokkur góð ráð varðandi notkun á augnblýanti og eyeliner, eða öllu heldur hvernig á ekki að gera með þessar vörur.

 

1. Augnblýanturinn er ekki nógu vel yddaður

Ráðið: Hafið alltaf yddara nærtækan þegar verið er að farða sig. Best er að eiga sérstakan yddara til að ydda augn- og varablýanta og geyma hann með förðunarvörunum. Yddaðu örlítið í hvert skipti áður en þú byrjar að nota hann.

 

 

 

2. Þú setur augnblýant á neðri og efri augnlok

 

Ráðið: Leggðu áherslu á efra augnlok frekar en það neðra. Ekki setja uppi og niðri því það mun ekki koma vel út.

Sjá einnig: Kattaraugu: Lærðu að draga fullkomna línu með svörtum eyeliner

3. Þú setur eyeliner á neðra augnlok

 

Ráðið: Þetta klínist út um allt. Notaðu frekar vatnsheldan augnblýant.

 

 

4. Þú notar augnhárabrettara EFTIR að þú notar augnblýant/eyeliner

 

Ráðið: Notaðu brettarann áður en þú notar augnblýant/eyeliner. Þannig klínist þetta ekki út um allt.

 

 

5. Það er autt bil í línunni við augnhárin

 

Ráðið: Byrjaðu á að setja línuna eins þétt upp við augnhárin og þú getur. Farðu nokkrar umferðir til að vera viss um að það sé ekki bil milli augnháranna og línunnar.

Sjá einnig: Eyeliner línan getur verið vandasöm

6. Línurnar enda ekki eins og eru ekki jafnar

 

Ráðið: Notaðu endann á neðra aungloki til að miða við þegar þú ert að gera endann á línunni. Gerðu punkt í utanverðan augnkrókinn, þar sem þú vilt að anginn (sem fer út fyrir augað) byrji og strikaðu í áttina að honum.

 

 

7. Þú togar augnlokið til hliðar þegar þú setur línuna

 

Ráðið: Ef þú togar í augnlokið getur það valdið krumpum. Í staðinn fyrir að toga í augnlokið, prófaðu þá að horfa í öfuga. Þ.e.a.s. ef þú ert að strika hægra megin, horfðu þá til vinstri og öfugt.

 

 

8. Þú þrífur ekki almennilega af þér farðann

 

Ráðið: Það er slæmt fyrir húðina að þrífa ekki farðann almennilega af. Ef þú berð á þig krem áður en þú farðar þig er auðveldara að ná farðanum af eftir á.

 

Heimildir: www.womendailymagazine.com

SHARE