Jólin nálgast óðfluga og við stelpurnar á Hún.is elskum að gefa lesendum okkar gjafir. Seinustu þrjú ár höfum við verið með jóladagatal 1.- 24. desember og ætlum auðvitað að halda þeirri venju okkar.
Macland var stofnað árið 2009 í heimahúsi og var upphaflega hugsað sem ódýr og hröð viðgerðarþjónusta fyrir Apple notendur. Í dag er Macland komið með glæsilegar verslanir og þjónustuverkstæði á Laugavegi 23 og Helluhrauni 18 þar sem þeir þjónusta allar Apple vörur. Þeir eru eina Applebúðin í miðbænum og Hafnarfirði og taka alltaf brosandi á móti þér.
Í dag ætlum við að gefa Moshi IonBank 5K, en það er hleðslurafhlaða sem glæðir snjallsímann eða spjaldtölvuna þína lífi þegar þú ert ekki með aðgengi að hefðbundinni innstungu í vegg.
5.000 mAh innbyggð, sem er einmitt nóg til að hlaða iPhone ca 2 sinnum.
IonBank er ólíkt öðrum vörum á markaðnum að því leyti að í IonBank eru notuð mestu gæði sem fyrirfinnast í lithium-polymer rafhlöðusellum sem tryggir gæði og endingu. Hægt er að hlaða IonBank með því að tengja í tölvu, vegghleðslutæki t.d. af iPad eða iPhone og auðvitað líka í bílhleðslutækjum sem taka við USB.
- Innbyggður Lightning kapall fyrir öll iOS tæki sem nota Lightning tengi.
- Stílhrein álhýsing með gaumljósi fyrir rafhlöðu.
- Dynamic Power Sharing tæknin (DPS) sem styður 15w hleðslu í 2 tengi.
- Auka USB tengi svo hægt sé að hlaða 2 tæki samtímis.
- Hágæða 5.000 mAh lithium-polymer rafhlöðusellur.
Ef þú vilt eiga kost á því að fá svona snilld að gjöf, þá þarftu bara að skrifa „ Macland já takk“ hér fyrir neðan og þú ert komin í pottinn. Drögum út í fyrramálið.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.