8 hlutir sem gerast ef þú hættir að stunda kynlíf

Kynlíf er frábært, en fyrir suma er það afar sjaldgæf athöfn. Það er afar hollt fyrir okkur að stunda kynlíf, þar sem það stuðlar að betri lund og heilbrigðari líkama. Hvað er það svo sem gerist við líkama þinn þegar þú ert ekki að stunda kynlíf?

Sjá einnig:Fæðingarmánuður þinn og kynlífið

sex in period is it safe or not

Sjá einnig: Finna sér tíma til að stunda kynlíf

1. Þú verður oftar veik/ur

Svo virðist sem takmarkað kynlíf veikir ónæmiskerfi þitt. Meiri líkur eru á því að þú fáir flensur, svo það er mun betra að stunda kynlíf reglulega, heldur en að liggja í veikindum.

2. Stressið þitt eykst

Flest okkar vita að gleðin sem fæst við kynlíf er alveg frábær til að drepa niður stress. Það er því engin furða að ef þú ert ekki að stunda kynlíf munt þú þurfa að berjast meira við stressið.

3. Það verður erfiðara fyrir þig að æsast upp

Sumir myndu halda að maður myndi æsast mun meira upp við að hafa ekki stundað kynlíf í lengri tíma, en raunin er sú að þau sem æfa sig ekki reglulega, ryðga algjörlega í þeim efnum og það getur verið erfitt fyrir konur af fá fullnægingu.

4. Draumar þínir breytast

Ef þú hefur verið í kynlífsbindindi gætir þú tekið eftir því að draumar þínir breytast. Sumir fá jafnvel fullnægingu í svefni, en kannski er hugurinn þinn bara að segja þér að ef þú ert ekki að fá fullnægingu í vöku þinni, mun hann sjá um það þegar þú sefur.

[nextpage title=”Fleiri atriði”]

5. Með tímanum missir þú löngunina til að stunda kynlíf

Ef þú ert án kynlífs í lengri tíma, mun löngunin minnka vegna þess að framleiðsla kynlífshormóna minnkar og kynhvötin minnkar með þeim.

6. Þú finnur fjarlægð frá maka þínum

Þegar kemur að pörum er hætta á því að þau fjarlægist hvort öðru. Það opnar fyrir hugsanir um óvissu, óöryggi og jafnvel opnar á að tilfinningar myndist fyrir öðrum.

7. Það minnkar sjálfsvirði þitt

Að líða eins og enginn vilji mann getur lækkað sjálfsvirði manns. Að stunda ekki kynlíf getur skaðað   bæði andlega og líkamlega heilsu og gæti jafnvel leitt til þunglyndis. Reglulegt kynlíf getur komið í veg fyrir þunglyndi og virkað sem ágætis þunglyndislyf.

8. Meiri líkur á krabbameini

Hættan á að karlmenn fái blöðruhálskirtilskrabbamein getur aukist. Talið er að það sé mun hollara fyrir menn að “hreinsa aðeins úr pípunum” reglulega til þess að minnka líkurnar á krabbameini.

Sjá einnig:Fólk látið prófa kynlífsleikföng

Reglulegt kynlíf er frábært fyrir bæði líkama og sál og ættu þess vegna allir að reyna að stunda kynlíf eins oft og þau mögulega geta og grípa þau tækifæri sem gefast í þágu heilsunnar!

SHARE