10 hlutir sem konur vilja helst ekki viðurkenna

Það er ýmislegt sem við stelpur viljum helst ekki ræða mikið & ef þú myndir spyrja okkur viðurkenndum við það jafnvel ekki.
Hér eru nokkur atriði.

1. Við erum loðnar, já okkur vaxa hár & okkur finnst flestum hundleiðinlegt að raka okkur eða fara í vax, það er bæði óþægilegt og hundleiðinlegt! þú sérð líklega aldrei hvað við erum loðnar vegna þess að við fjarlægjum þau öll til að upp komist ekki að við getum verið loðnar

2. Við pælum oft mikið í því hvað við sendum stráknum sem við erum heitar fyrir. Hann sendir okkur sms & ef við erum lengi að svara gæti það verið vegna þess að við erum að ofhugsa hvað sé sniðugt að senda þér. Við viljum halda kúlinu & ekki virðast desperate

3. Við grenjum. Já við grenjum yfir ótrúlegustu hlutum. Sérstaklega á ákveðnum tíma mánaðarins, sýndu skilning

4. Við þurfum stundum á klósettið & já að gera númer 2 ! & það er engin blómalykt..

5. Við höfum tjékkað á facebook hjá þinni fyrrverandi & tjékkum hvort að við séum ekki örugglega meira spennandi en hún. Okkur finnst frábært þegar við sjáum að fyrrverandi er minna spennandi en við.

6. Við höfum pælt í því hvort við værum hugsanlega einhverntímann til í að eignast barn með stráknum sem við förum á deit með. Já þetta er rétt, það myndu líklega fáar konur viðurkenna þetta en þetta er líklega bara í eðli okkar, enda ætti maður aldrei að sofa hjá neinum sem maður gæti ekki hugsað sér að eignast barn með, því að allt getur jú gerst.

7. Við höfum margar pælt í barnanöfnum.

8. Þyngd okkar, undirfatastærð, kjóla eða gallabuxnastærð – er OFF LIMITS! þú átt eftir að sjá eftir því ef þú spyrð.

9. Það getur komið lykt þegar við prumpum!

10. Okkur hefur líklega einhverntímann verið dumpað.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here