8 leiðir til að drepa heilbrigt samband

„ Assumptions are the termites of relationships” – Henry Winkler

Sambönd eru ekki auðveld. En góðu fréttirnar eru þær að við mannfólkið höfum verið að klúðra þeim í þúsundir ára. Og vegna þessa, þá er sko ekki skortur á ráðleggingum.

Persónulega trúi ég því að þegar kemur að samböndum að þá er það ekki alltaf það sem þú gerir, heldur er það einnig það sem þú gerir ekki.

Hérna eru átta dæmi um það hvað á ekki að gera ef þú vilt að þitt samband endist.

1.     Að búast við fullkomnun

Það er enginn fullkominn og að búast við fullkomnum frá maka eða þínu sambandi mun ávallt enda með tárum. Menn og konur eru í eðli sínu gölluð – ófullkomin. Og þegar tvö af þeim verða náin að þá fylgja auðvitað gallarnir með.

Það er ekkert að því að vilja fá það besta í lífinu. En það skiptir máli að vera raunsær. Að búast við fullkomnum maka eða sambandi er ekki til.

2.     Enginn tími fyrir þig sjálfa(n)

Það er alveg saman hversu mikið þú elskar makann þinn, það þurfa allir að fá að vera í friði stundum. Og ef þú heldur að þú þarfnist þess ekki þá máttu vera viss um að makinn þinn er ekki sammála.

Mannfólkið þarf tíma fyrir sig, í friði til að hugsa. Við þurfum einnig félagslíf sem inniheldur fleiri en eina manneskju.

Þegar maki þinn óskar eftir smá tíma í friði eða langar að fara út og hitta annað fólk án þín, ekki taka því persónulega. Þetta er nefnilega ekkert nema gott fyrir sambandið.

3.     Að hugsa ekki

Í hita leiksins þá er mjög auðvelt að segja hluti sem að við meinum ekki. Og því miður er ansi oft erfitt að taka þessi orð til baka. Orð skilja eftir sig sársauka, sama hversu oft þú biðst afsökunar og að afsökunin hafi verið tekin gild.

Þó það sé einfalt að segja það, en reyndu að hugsa áður en þú segir eitthvað slæmt. Spurðu sjálfa þig hvort þú sért virkilega að meina það sem þú ert að fara að segja. Í flestum tilvikum þá ertu ekki að meina það.

4.     Að reyna að breyta makanum

Það er ekkert að því að biðja um smávægilegar breytingar. Ef þið búið saman þá eru litlar breytingar oft nauðsynlegar.

En að reyna að breyta makanum í einhvern sem hann eða hún er ekki er allt annað mál. Reynir þú það, ertu á hraðri leið með að ýta makanum í burtu.

Sambönd þurfa viðurkenningu. Ef þú getur ekki samþykkt makann eins og hann eða hún er, þá er möguleiki á að þið séuð einfaldlega ekki rétt fyrir hvort annað.

5.     Óþarfa afbrýðisemi

Afbrýðisemi er lúmsk skepna að eiga við. Ef hún er bara smávæginleg þá er það eðlilegt og jafnvel aðlaðandi. En endalaus afbrýðisemi, ofsóknaræði og stjórnunar hegðun þýðir yfirleitt dauða sambandsins.

Þegar þú finnur að afbrýðisemi er að taka yfir, passaðu þig þá á því hvað þú segir. Reyndu að líta á aðstæðurnar vandlega og athugað hvort það er einhver ástæða til þess að vera afbrýðisöm.

6.     Að búast við of miklu of snemma

Við verðum öll ástfangin á mismunandi hátt. Og þó þú sért að plana ykkar líf saman, þá er makinn kannski ekki kominn á þann stað ennþá. Og það er ekkert endilega slæmt. Hann eða hún er bara ekki komin á sama stað og þú ert á.

Það er ekki hægt að reka á eftir ástinni. Ef þú gerir það þá drepur þú hana áður en hún byrjar.

En enginn hefur tíma til að bíða að eilífu, ef þér er alvara með sambandið sem þú ert í en hann eða hún er ekki alveg komin á þann stað, ekki verða hrædd. Vertu þolinmóð(ur).

7.     Að byrgja inni tilfinningarnar

Að rífast er ekkert alltaf slæmt. Við mannfólkið erum ekki fullkomin og við höfum þann einkennilega ávana að pirra hvort annað. Eyðir þú miklum tíma með einhverjum, á endanum verður pirringur eða jafnvel rifrildi.

Ef að makinn þinn gerir eitthvað sem að fer í þínar fínustu, talaðu við hann eða hana. Segðu frá því sem að pirra þig. Að halda öllu inni er banvænt fyrir sambandið.

8.     Að gleyma rómantíkinni

Að lokum, er of lítil rómantík? Þegar sambönd eru glæný þá er yfirleitt mikil rómantík í gangi. Hins vegar, eftir nokkurra ára samband að þá virðist rómantíkin hverfa.

Ef þú tekur eftir því að það vantar alla rómantík í þitt samband gerðu þá eitthvað í því.

Það þarf ekkert að vera eitthvað svakalegt. Sem dæmi, farið á stefnumót eða gefið hvort öðru óvæntar gjafir.

Ef ekkert er gert til að laga rómantíkina þá má búast við því að sambandið endi.

Heimildir: thebridgemaker.com

 

Hér getur þú fundið meiri fróðleik frá heilsutorg

SHARE