Flestir þekkja Alka-Seltzer sem þynnkubana eða til þess gert að róa magann. Margir vita þó ekki að hægt er að nota Alka-Seltzer við hin ýmsu verk á heimilinu.
Sjá einnig: DIY: Settu matarsóda út í sjampóið þitt
Alka-Seltzer er byggður upp úr asprin, sítrónusýru og matarsóda, en eins og við vitum, þá er matarsódi afar vinsælt til heimilisþrifa.
Notaðu Alka-Seltzer til þess að þrífa klósettið. Settu eina töflu í klósettið og láttu hana freyða í 20 mínútur áður en þú skrúbbar klósettið. Sítrónusýran mun losa um öll óhreinindi og matarsódinn mun fjarlægja alla vonda lykt.
Til þess að minnka kláða og bólgu eftir skordýrabit. Settu töflu í glas með örlitlu vatni og láttu hana leysast upp. Bleyttu bómull í glasinu, haltu að bitinu í 30 sekúndur og kláðinn ætti að minnka.
Tekur vonda lykt úr ísskápnum. Margir geyma skál af matarsóda í ísskápnum sínum til að losna við alla vonda lykt, en þú getur einnig sett Alka-Seltzer í glas og látið standa í ísskápnum. Það mun taka alla vonda lykt úr ísskápnum á hálftíma. Þú getur einnig þrifið allan ísskápinn upp úr þessari blöndu.
Þrífur flöskur með mjóum stút. Glerflöskur er fallegar en það getur verið afar erfitt að þrífa þær almennilega. Settu Alka-Seltzer töflu ofan í flöskuna og fylltu hana af vatni. Láttu vatnið standa í flöskunni, skolaðu svo vel og þú ert komin með tandurhreina flösku.
Hreinsar upp þvagfærasýkingu. Ef þú finnur fyrir því að þú ert að fá þvagfærasýkingu, skaltu setja tvær töflur í glas og drekka eftir að þær eru búnar að leysast upp.
Nær blettum úr hvítum fötum. Settu tvær eða fleiri töflur af Alka-seltzer í bala með heitu vatni. Láttu töflurnar leysast upp áður en þú setur fötin ofan í. Eftir 20-30 mínútur skaltu athuga hvernig blettirnir líta út. Flestir þeirra ættu að vera horfnir, en þú þarft kannski að skrúbba erfiðari blettina úr.
Hreinsaðu kaffivélina. Mikilvægt er að þrífa kaffivélina endrum og eins. Settu þrjár Alka-Seltzer töflur í vatnstankinn og láttu þær leysast upp. Því næst skaltu kveikja á kaffivélinni og láta vatnið renna í gegn. Það hreinsar innvolsið í vélinni, en láttu hreint vatn renna í gegnum hana áður en þú notar hana til að laga kaffi.
Losaðu stífluna í vaskinum. Alka-Seltzer er frábær staðgengill fyrir sterk eiturefni. Settu fjórar töflur ofan í niðurfallið ásamt einum bolla af ediki. Láttu blönduna standa í niðurfallinu í 10 mínútur áður en þú hreinsar niðurfallið með heitu vatni. Með því að gera þetta reglulega heldur þú niðurfallinu við og kemur í veg fyrir að vond lykt myndist í niðurfallinu.
Heimildir: Little Things
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.