Hefur þú einhvern tíma verið í sambandi við mann og sambandið er ekkert nema drama? Kannski ertu meira að segja í þannig sambandi núna. Sambönd sem eru full af óöryggi og lágu sjálfsmati eru góð uppskrift af drama, reglulegum rifrildum eða langvarandi þagnarmeðferð. Þið kannski hættið saman aftur og aftur og í hvert skipti sem þið byrjið saman aftur eruð þið sannfærð um að NÚNA verði þetta loksins í lagi.
Þó svo að rannsóknir sýni að karlmenn séu yfirleitt með meira sjálfsálit en konur, sérstaklega með hækkandi aldri, þá er samt til fullt af körlum sem eru með lítið sjálfsálit. Þeir sýna það oft á skrýtinn hátt því þeir vilja ekki vera litnir veikburða og gefa „skotfæri“ á sér. Það eru samt nokkur merki sem geta sagt þér að karlmaður sé með lítið sjálfstraust.
1. Hann segir reglulega eitthvað niðrandi um sjálfan sig
Það er eitt að vera auðmjúkur, en að tala sjálfan sig niður er annar. Hann segir hluti eins og: „Ég trúi ekki hvað ég er heppinn að þú sért til í að vera með einhverjum eins og mér.“ eða „Þú ert alltof góð fyrir mig.“
Þó að þetta geti virst eins og hann sé að fiska eftir hrósi, getur verið að hann sé að meina hvert orð.
Það getur líka verið ákveðin brynja fyrir hann að gera grín að einhverju sem hann sjálfur gerir áður en einhver annar gerir það og særir tilfinningar hans.
2. Hann er sífellt að gagnrýna þig
Venjulegur maður er í sambandi við konu sem hann heillast af. Ef þú ert ekki hún, þá væri hann ekki með þér. Ef hann er stöðugt að gagnrýna þig, hvort sem það er útlitslega eða útaf persónuleika þínum þá er það ekki góðs viti. Hann er örugglega að kasta sínu óöryggi yfir á þig. eilbrigður maður er á stefnumótum við konur sem honum líkar vel við. Ef þú ert ekki það sem hann er að leita að heldur hann bara áfram. Ef gaurinn sem þú ert að deita gagnrýnir þig stöðugt (frá útliti þínu til persónuleika), þá er það mjög slæmt merki. Í sannleika sagt er hann líklega að varpa eigin óöryggi á þig. Að auki, búist við fullkomnun frá sjálfum sér og þeim sem eru í kringum hann, sem setur þig rétt í eldlínunni.
3. Hann er með fullkomnunaráráttu og býst við að allir aðrir séu það líka
Á hann hið fullkomna hús, hinn fullkomna bíl, hin fullkomnu föt, hið fullkomna starf og hina fullkomnu vini?
Fólk sem telur þörf á að láta allt líta út eins og það fullkomið er oft að reyna að sannfæra, ekki aðeins aðra, heldur einnig sjálft sig, um að það hafi gildi. Lágt sjálfstraustið er að grafa djúpa holu innra með honum og hann hefur ekki hugmynd um hvernig hann getur fyllt upp í hana, svo hann reynir að fylla upp í hana með efnislegum hlutum.
Í rannsókn sem birt var árið 2022, bentu vísindamenn á að „Neytendur mynda sterk tengsl við eigur sínar, jafnvel þannig að þeir líta á eigur sínar sem framlengingu á þeim sjálfum,“. Það bendir til þess að margir upphefja sjálfsvirði sitt með því að kaupa sér flotta hluti.
4. Hann er neikvæður og svartsýnn
Hamingjusamt fólk reynir að sjá það besta í öðrum og leitar að því jákvæða í flestum aðstæðum.
Ef hann er sífellt að benda á hvað er að í stað þess að horfa það sem vel gengur, skaltu líta á það sem viðvörunarbjöllu. Er hann týpan sem er alltaf með hálftómt glas? Býst alltaf við hinu versta.
Þetta viðhorf getur verið mjög eitrað í samböndum því það er erfitt að láta svona neikvæðni „smitast“ yfir á mann, þar sem maður eyðir miklum tíma með viðkomandi einstaklingi.
5. Hann er fljótur að verða öfundsjúkur
Er hann stöðugt öfundsjúkur og kaldur við karlkyns vini þína, eða sakar hann þig að ósekju um að vera að daðra við þá?
Öruggur, heilbrigður maður hefur trú á þér og sambandi ykkar. Hann gæti verið með fullkomnunaráráttu þegar kemur að því að eiga allt það nýjasta og flottasta en hann er samt þetta tóm inni í sér sem er full af neikvæðni og sjálfshatri.
Hann er sennilega skíthræddur um að einhver þeirra muni hrekja þig í burtu vegna þess að hann „á þig ekki skilið“ og um það bil hver sem er sem getur verið betri kærasti en hann. Hann skilur í fyrsta lagi ekki hvað þú ert að gera með honum, en svo getur hann líka verið afbrýðisamur út í velgengni þína. Rannsókn sem gerð var á þessu hefur sýnt fram á að sjálfstraust karla á það til að hrynja þegar konan nær einhverjum stórum árangri.
6. Hann vill að þú sért bara HANS
Vinir þínir eru mikilvægir fyrir þig og að vera með þeim gerir þig hamingjusama. Ef hann vill ekki að þú eyðir tíma með þeim og hann vill ekki kynnast þeim, þá er það vandamál. Þetta er alfarið hans óöryggi en þú skalt alls ekki hætta að umgangast vini þína til að hann sé rólegur. Hann verður bara að venjast.
7. Hann getur ekki viðurkennt þegar hann hefur rangt fyrir sér
Það, að berskjalda sig er stór hluti af því að vera í sambandi. Ef hann er alltaf að kenna öðrum um og getur ekki horft inn á við og viðurkennt þegar hann hefur gert mistök, þá er það stórt viðvörunarmerki. Hluti af lágu sjálfstrausti hans er djúpur ótti við að mistakast. Manstu hann er með fullkomnunaráráttu? Að hafa rangt fyrir sér er miklu stærra skrímsli fyrir mann með lágt sjálfsálit, en annað fólk og það elur á neikvæðni hans í garð sjálfs síns.
8. Hann hlustar ekki alveg á það sem þú ert að segja
Sumt fólk heyrir oft ekki það sem þú ert að segja, heldur bara það sem það HELDUR að þú sért að segja. Tekur hann því sem þú segir oft á rangan hátt? Er auðvelt að særa tilfinningar hans? Verður hann fljótt móðgaður? Fer hann í vörn og tekur öllu sem árás á sig og lítil umræða verður að stóru rifrildi. Ef þú þarft að marghugsa og yfirfara það sem þú vilt segja við hann fyrirfram, já þá er vandamálið klárlega að hann er með mjög lítið sjálfstraust.
Heimildir: Yourtango.com
Sjá einnig:
7 leiðir til að bæta andlega heilsu þína
Alzheimer er einn algengasti heilabilunarsjúkdómurinn og er sjötta algengasta dánarorsökin í Bandaríkjunum. Alzheimers flokkast til minnissjúkdóma. Minnissjúkdómar eru samheiti ýmissa sjúkdóma í heila, sem valda
Teygjan sem nánast ALLIR þurfa að gera
Það er svakalega mikilvægt fyrir líkamann að gera teygjur en margir gleyma því í dagsins amstri. Fólk gefur sér tíma í brennslu og lyftingar en
Íslensk kona berst við erfið veikindi – Styrktarsjóður stofnaður
Steinunn veiktist þann 16. október sl. 2024 hún byrjar á því að vera undanfarnar vikur á undan með mikla þreytu og lítið úthald og mikinn