Það eru ýmsar leiðir til að enda samband, sumir láta sig bara hverfa, aðrir leggja sig fram við að reyna að gera þetta sem þægilegast fyrir hina manneskjuna, en líklega er bara engin “rétt” leið til að enda samband, hérna eru nokkrar break-up línur sem líklega gerðu hina manneskjuna pirraða!
“Það ert ekki þú, það er ég” – þessi er líklega algengust & þýðir líklega “ég er ekki hrifinn af þér lengur”
“Ég er bara ekki tilbúin/n í samband” – ó bíddu vorum við ekki í sambandi? fór eitthvað framhjá mér, þetta þýðir líkega bara líka “mig langar að vera á lausu og sofa hjá þeim sem ég vil”
“Ég myndi biðja þig um að við gætum verið vinir en mér finnst það ekki sanngjarnt gagnvart þér” – þú semsagt villt bara alveg losna við manneskjuna úr þínu lífi
“konan mín sagði mér að ég yrði að hætta að hitta þig”
“Nú þegar ég er orðin/n edrú átta ég mig á því að þetta samband er ekki að virka fyrir mig” – áts!
“Hundinum mínum finnst ég eyða alltof miklum tíma með þér”
“Ég get bara ekki elskað einhvern sem elskar manneskju eins og mig!”