8 slæmir hlutir sem þú átt ekki að gera þegar þú ert drukkinn

Þegar fólk verður ölvað fær það mis góðar hugmyndir. Afleiðingarnar eru mis slæmar en eitt er víst að það væri réttast að halda sig bara alveg frá þessum hlutum þegar fólk dettur á annað borð í það.

  1. Einhvern tímann laug því einhver að það væri gott að taka verkjatöflur í lok kvölds til að koma í veg fyrir timburmenn daginn eftir. Það hefur ekki fengið staðfest ennþá hvort þetta ráð virki en það er þó vísindalega sannað að efnið Acetaminophen sem má finna í lyfjum líkt og Tylenol og fleiri verkjatöflum getur haft skaðleg áhrif á nýrun líkt og áfengi. Það sama má segja um bólgulyf, en þau eru tengd við auknar líkur á magasári og blæðingum í meltingarvegi þegar áfengi er drukkið með.
  2. Það kannast margir við orðtakið eftir einn aki ei neinn. Þetta gildir að sjálfsögðu um báta líka en í Bandaríkjunum má rekja 39 prósent dauðsfalla í bátaslysum til áfengis. Það er einnig töluvert erfiðara að stýra báti heldur en bíl þar sem undirlagið er stöðugt að breytast. Á Íslandi er þetta kannski ekki eins algengt og í Bandaríkjunum enda sjaldnast upplagt veður í skemmtiferðir á opnum bát.
  3. Það er góð ástæða fyrir því að spilavíti gefa spilendum fría drykki en áfengi dregur úr dómgreind fólks og ýtir undir hvatvísar ákvarðanir. Þannig eru menn viljugri til að veðja með hærri upphæðir heldur en ella.
  4. Heitir pottar og áfengi fara sjaldnast vel saman. Þrátt fyrir að tónlistarmyndbönd margra rappara ofurselji þessa hugmynd um að fólk að drekka áfengi í heitum potti sé ákaflega kynþokkafullt þá er útkoman í raunveruleikanum ekki sú sama. Áfengi veldur því að líkaminn á eftir með að stilla af líkamshitann og líkaminn á það til að ofhitna mun auðveldar. Bæði hiti og áfengi ýta undir vökvatap í líkamanum sem vill leiða til þess að fólk tekur ekki eftir varúðarmerkjum líkamans vegna ofþornunar líkt og hausverks, þorsta eða svima. Þegar líkaminn verður ekki var við þessi varúðarmerki getur hann á stuttum tíma ofþornað það mikið að einstaklingur ælir, það líður yfir hann eða hann á í erfiðleikum með að anda.
  5. Ofurölvun og sundsprettir eru orsök að 70 prósent banaslysa tengd sundlaugum í Bandaríkjunum og talið er að fjórðungur allra heimsókna á bráðamóttöku séu vegna druknunar. Áfengi hefur áhrif á jafnvægi, samhæfingu og dómgreind sem eru nánast allir þeir þættir sem einstaklingur þarf að hafa til að geta haldið sér á floti.
  6. Algeng mistök hjá ölvuðu fólki er að kaupa umganga af skotum eftir því sem það verður ölvaðra. Þetta snar eykur líkurnar á að fólk drekki það mikið að það fái svo kallað „blackout“ sem veldur því að það man ekki eftir neinu. Þegar einstaklingur er orðinn ölvaður þykir mjög slæmt að fara að hella ennþá meira áfengi í sig.
  7. Þegar áfengi og svefntöflum er blandað saman getur það leitt til dauðsfalla því þessi blanda hefur áhrif á heilann, sérstaklega á þeim svæðum sem tengjast þreytu og minni. Áhrifin af þessari blöngu eiga það til að aukast töluvert. Fólk sem hefur drukkið ofan í svefntöflurnar hafa gert hættulega hluti í svefni líkt og elda í svefni án þess að muna neitt eftir því.
  8. Margir halda því fram að áfengi geri fólk heiðarlegra þegar það kemur tilfinningum en raunin er sú áfengi gerir það að verkum að einstaklingar eiga erfiðara með að halda tilfinningum sem það upplifir þegar það er ölvað fyrir sjálfan sig. Fólk hættir til að ræða hluti sem það meinar ekki,  sært einhvern og endað í slag vegna einhvers sem það missti út úr sér. Bíddu þangað til það er runnið af þér til að ræða mikilvæga hluti.

 

SHARE