84 ára kona heldur námskeið um sjálfsfróun kvenna – Myndband

Betty Dodson er 84 ára gömul kona og starfar við það að kenna konum á líkama sinn. Hún gifti sig árið 1959 en hjónabandið endaði með skilnaði árið 1965. Það var þá sem Betty fór að kanna líkama sinn og læra á sjálfa sig. Hún skrifaði bókina Sex for One sem hefur selst í yfir milljón eintökum.

Það sem hefur gert Betty mjög fræga er að hún hefur haldið námskeið fyrir konur, 10 eða fleiri, þar sem þær hittast, spjalla, kanna líkama sína og stunda sjálfsfróun saman. Hún segist vilja jafnrétti í fullnægingum!

 

 

SHARE