Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar kynnir stolt það nýjasta í starfsemi sinni sem er jafningjafræðsla í fyrirlestraformi. Í fyrsta fyrirlestrinum fjallar Þorbera Fjölnisdóttir um fötlun og foreldrahlutverkið, m.a. um þá ákvöðun að eignast börn. “Eitt frábærasta og mest uppörvandi viðtal sem ég hef heyrt” eins og Anna Guðrún hjólastólanotandi orðaði það. Fyrirlesturinn er aðgengilegur á á heimasíðu Þekkingarmiðstöðvarinnar og munu feiri fyrirlestrar fylgja í kjölfarið.
Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar vinnur mikið frumkvöðlastarf með því að efla þekkingu á málefnum hreyfihamlaðs fólks. Þekkingarmiðstöðin stuðlar að hugarfarsbreytingu í samfélaginu með því að veita yfirsýn yfir réttindi, þjónustu og aðstoð sem auðveldar hreyfihömluðu fólki að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt í samfélaginu. Einkunnarorð Þekkingarmiðstöðvarinnar eru „Þín leið til sjálfstæðs lífs“.
Markmið Þekkingarmiðstöðvarinnar eru:
· Að veita fötluðu fólki og aðstandendum þeirra upplýsingar og stuðning á þeirra eigin forsendum
· Að standa fyrir námskeiðum og jafningjafræðslu
· Að veita hlutlausar upplýsingar og ráðgjöf
· Að efla þekkingu á málefnum hreyfihamlaðs fólks og vinna að hugarfarsbreytingu í samfélaginu
Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar er fræðslu- og upplýsingamiðstöð fyrir hreyfihamlaða, aðstoðar alla sem til miðstöðvarinnar leita. Opið er frá kl. 10 – 16 í Hátúni 12, Reykjavík, sími: 55 00 118.