Sjálfsöryggi ungra manna er oft ekki í hámarki þegar fundum þeirra ber saman við glæsilegar, eldri konur. Reyndar er viðbúið að ungir karlmenn verði svo helteknir af taugaveiklun þegar sjálfsöruggar, undurfagrar og huggulegar eldri dömur eru nærri að allt fari í vitleysu.
Sjá einnig: Þetta bónorð er bónorðið sem rúllar yfir öll önnur! – Myndband
Í kjölfarið fylgir svo yfirleitt undarleg athugasemd frá unga manninum, vingjarnlegur koss á kinnina frá fullorðinni konunni og svo er málið dautt. En þessi ungi maður, sem er 9 ára gamall, tók hins vegar sviðið yfir þegar honum var falið það hlutverk að færa hinni tvítugu Payton Brock, sem lenti í öðru sæti í fegurðarsamkeppni Michigan Blossomtime þar sem stúlkur kepptu til úrslita um titilinn Miss St. Joseph.
Sjá einnig: Bað kærustunnar án orða með ofurkrúttlegri flettibók
Drengurinn heitir Logan Fairbanks og bar sig af svo miklu sjálfsöryggi og skynsemi að eldri menn mættu taka hann sér til fyrirmyndar. Fumlaus gekk hann upp að stúlkunni, dró upp hring og spurði einfaldlega:
Viltu giftast mér að tíu árum liðnum?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.