Síðan Toptenz.net birti heldur hnyttna grein á dögunum. Síðan er þekkt fyrir heldur kaldhæðnislegar og lítt alvarlegar greinar en þeir birtu grein þar sem þeir telja upp ástæður þess að fyrrum djammarar standa sig vel í móðurhlutverkinu. Færslan er auðvitað í gríni gerð en það eru eflaust nokkur atriði sem einhverjar mæður tengja við. Hér er listinn þýddur lauslega og heimfærður.
1. Þú ert vön því að vaka alla nóttina.
Hugsaðu bara þannig að allar þær nætur sem þú vaktir fram eftir á djamminu voru góð æfing fyrir fyrstu mánuði og jafnvel árin eftir að barnið þitt kemur í heiminn. Nú ertu vön og ættir alveg að gera þetta leikandi.
2. Þú ferð ekki hjá þér þó allir séu að horfa á brjóstin á þér.
Þú varst vön því að fólk horfði á brjóstin á þér vegna þess að þú klæddist push up brjóstahaldara en nú gæti það hugsanlega verið vegna þess að mjólkin lekur og þú ert með bletti framan á þér eða jafnvel vegna þess að þú gefur Dolly Parton ekkert eftir þegar kemur að brjóstastærð.
3. Ef þú ert ekki með ælubletti á fötunum þínum er eitthvað ekki eins og það á að vera.
Á ákveðnum tímapunkti í foreldrahlutverkinu gefst maður upp á því að reyna alltaf að vera í tandurhreinum fötum. Smá ælublettir hér og þar eru bara partur af daglegu lífi. Þetta kannast fyrrum djammarar eflaust við en þeir ættu að vera vanir því að kippa sér ekki upp við nokkra ælubletti vegna aðeins of margra tequilaskota.
4. Í dag, ef að bolurinn þinn er rennandi blautur er það líklega vegna þess að mjólkurframleiðslan er á fullu og brjóstin leka. Áður fyrr var bolurinn þinn kannski blautur vegna þess að þú tókst þátt í blautbolakeppni – Þetta er bara svipað. Pældu ekki í því hvað öðrum finnst, það skiptir engu máli (Mundu þetta næst þegar barnið tekur frekjukast út í búð)
5. Þú getur sinnt daglegum skyldum þínum þrátt fyrir að vera alveg búin á því.
Ef þú hefur sinnt daglegum skyldum eins og vinnu undir áhrifum áfengis ættir þú að fara létt með það að sinna börnunum þínum þó þú hafir ekki sofið í tvo sólarhringa.
6. Nístandi grátur og háir skrækir hljóma ekki jafn illa eftir öll þau ár sem þú stóðst beint fyrir framan hátalarana á tónleikum. Heyrnin er eflaust aðeins farin að gefa sig og það getur gagnast þér vel þegar börnin gráta.
7. Smábarnið sem þú átt er auðveldara í umgengni en fyrrverandi sífulli djammarinn sem þú deitaðir einu sinni. Hvort sem þú varst að deita einhvern sem varð svo fullur reglulega að hann pissaði á sig, öskraði á þig eða lét sig hverfa þannig að þú þurftir að leita að honum var eflaust mun erfiðari í umgengni en litla barnið þitt.
8. Þú ert ekki að lenda í því í fyrsta skiptið að klæða þig öfugt í bolinn og fara út á meðal almennings eða með ælubletti á bolnum. Þú verður heldur ekkert vandræðaleg þegar fólk bendir þér á það. Einu sinni gerðist þetta vegna þess að þú varst alltof full eða þunn. Í dag gerist þetta hugsanlega vegna þess að þú þurftir að muna eftir að taka með, bleyjutöskuna, snudduna, uppáhalds bangsann, auka föt, blautþurrkur og nesti. Þú einfaldlega varst á svo mikilli hraðferð að þú gleymdir sjálfri þér. Það gerist á bestu bæjum. Þú getur allaveganna verið fegin að vera í æfingu!
9. Eftir öll þau ár sem þú fórst á skítug skemmtistaðaklósett hverja helgi kippir þú þér lítið við að þurfa að þrífa kúk eða aðra óspennandi líkamsvessa af gólfi, innréttingum eða öðru. Já, kúkurinn getur leynst allsstaðar!