Hvað er það sem gerir manneskju aðlaðandi? Það er meira en að hafa gott vit á tískunni!
Þegar allt kemur til alls veltur það allt á því hversu sjálfsörugg manneskjan er, hversu jákvæð og afkastamikil/l þú ert og hversu mikið þú sýnir þessa kosti. Einlægt bros getur birt upp heilt herbergi og skyggt á allan klæðaburð eða tískuvit.
Sjá einnig: Hvað er núvitund?
1. Lifðu í núinu
Ný rannsókn leiddi í ljós að konum fannst þeir karlmenn sem voru með góða núvitund meira aðlaðandi. Núvitund er vitund og notkun alls sem er mögulegt og nútíðin. Hún sýnir einbeitningu og tilfinningalegt jafnvægi.
2. Ekki vanmeta mikilvægi svefns
Það er auðvelt að vaka frameftir og vanrækja svefninn, sérstaklega þegar við erum ung. Svefn er mikilvægur fyrir heilsu okkar og útlit. Það sést þegar fólk er þreytulegt ásamt því að við getum ekki tjáð okkur eins vel og einlægt þegar við erum þreytt. Öll fegurð kemur frá því hvernig við sýnum okkur einlægt.
3. Þekktu og notaðu sjálfsvirði þitt
Það er ekki nóg að vita okkar sanna sjálfsvirði, því þú verður að viðurkenna það og nýta þér það. Ef þú veist það, getur þú notað það sem mælistiku fyrir gjörðir þínar, ætlanir og viðmót. Án jákvæðs viðmóts virðast dýrustu og flottustu fötin vera verðlaus og ljót. Sjálfsöryggi getur látið allt verða fallegt og sérstakt.
4. Vigtaðu vinskapinn við vinina og komdu fram samkvæmt því
Fólkið sem við veljum að hafa í lífi okkar á að vera verðmætt okkur. Við þurfum að hafa fyrir því að hafa þau í lífi okkar. Gakktu í skugga um að vinir þínir viti hversu mikils virði þau eru þér og þú munt draga að þér jákvæðni og samkennd.
5. Njóttu litlu hlutanna í lífinu
Kannski er þetta klisjukennt, en samt góð áminning. Stoppaðu og njóttu þess sem þú átt. Lífið okkar byggist á mörgum litlum augnablikum. Ef við njótum bara stærri hlutanna og sækjumst bara eftir því neikvæða, erum við að loka á tækifæri til að vaxa, þroskast og njóta lífsins. Því meira sem við njótum lífsins, þeim mun einlægra verður brosið þitt og allir líta betur út þegar þau eru brosandi.
Sjá einnig:Þekkir þú karma? – 8 litlu lögmálin sem fáir vita
6. Fyrirgefðu og haltu áfram
Mistök eiga sér alltaf stað og það er alveg bókað mál að við þjáumst stundum. Miklu máli skiptir hvernig við tökumst á við það og að við höldum áfram. Afbrýðisemi og ótti eru atriði sem láta fólk líta út fyrir að vera eldra og endurspeglar ekki neina fegurð. Ef þú lærðir lexíu þína vel og fyrirgafst með öllu hjartanu þínu, mun fegurðin skína af þér.
7. Góður matur er lykilatriði
Þú ert það sem þú borðar. Matur gefur okkur orku og stjórnar heilsu okkar að mörgu leyti. Ef þú borðar vel, mun það sjást utan á þér. Góð húð, sterkir vöðvar, heilbrigt hár og orkan þín sýnir þína fegurð og heilsu. Heilsusamleg fæða lætur þér líða vel og því betur sem þér líður, þeim mun betur lítur þú út.
8. Alltaf hafa tíma til að slaka á
Ef við erum stanslaust að erfiða í vinnu án þess að fá tíma til að slaka á inn á milli, getur heilsu okkar og hamingju hrakað verulega. Það er mikilvægt að fá hvíld svo við brennum ekki yfir. Í stað þess að vera úrill er betra að taka sér smá tíma, til þess að halda uppi jákvæðninni og góðri meðvitund.
9. Vertu virk/ur
Þú þarft ekki að fara alltaf í ræktina til þess að vera virk/ur og heilbrigð/ur. Veldu þér bara áhugamál eða íþrótt sem þig líkar við. Hvaða hreyfing sem er og kemur blóðrás þinni og gleðihormónum af stað, er góð fyrir þig.
Sjá einnig: Orkustöðvar: Hvaða hlutverki gegna þær í lífi okkar?
Heimildir: Higher Perspective
Hugsaðu vel um þig áður en þú ferð að reyna að hugsa um aðra. Allt sem þú gerir eða gefur frá þér, færð þú til baka á einn háttinn eða annan. Þetta eru engin geimvísindi, heldur gott og gilt lögmál tilvistarinnar.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.