Fallegt bros með hvítum tönnum getur látið fólk líta út fyrir að vera yngra en það er auk þess sem það eykur sjálfstraust. Rannsóknir hafa sýnt að það að hafa bjart bros eykur líkur á að landa drauma starfinu. 58% meiri líkur eru á að fá atvinnutilboð og 53% meiri líkur á að fá launahækkun ef brosið er hvítt og fallegt.
Til eru ýmsar aðferðir og efni til að hvítta tennur en margt annað í hinu daglega hefur áhrif á lit tanna. Hér eru nokkur atriði sem á að gera og annað sem ekki á að gera.
Matarsódi
Það er alveg þekkt að matarsódi getur hvíttað tennur en nú hefur komið í ljós að til lengri tíma getur hann haft þver öfug áhrif því tennurnar verða viðkvæmari og geta dökknað með tímanum.
Dökkur matur
Tannlæknir sem staðsettur er á Manhattan, hefur gert lista yfir matartegundir sem fólk ætti að forðast vilji það hvítta tennur sínar. Sem dæmi um það eru Marinara sósa, bláber og soya sósa. Allt eru þetta matartegundir sem hafa dökkan lit og geta litað tennur.
Orkudrykkir
Auk allra annara drykkja sem þekktir eru fyrir að lita tennur (t.d. kaffi, te og rauðvín) geta orkudrykkir verið slæmir fyrir lit tannanna. Þessir drykkir innihalda mikla sýru sem hefur sömu áhrif og að borða sítrus ávexti nema þegar við drekkum, böðum við tennurnar upp úr þessum sýrum. Gott ráð getur verið að drekka drykki sem lita tennur með röri til að forðast þessi leiðu áhrif.
Tannburstar
Skipta skal um tannbursta á þriggja mánaða fresti eða þegar hár burstanna eru farin að beygjas út á við. Þegar hárin eru farin að beygjast, er tannburstinn hreinlega ekki að hreinsa tennurnar nægilega vel.
Tungu-burstun
Það að bursta tunguna hefur ekki aðeins áhrif á andremmu heldur einnig á litun tanna. Á tungunni eru bakteríur sem geta leitt til litunar á tönnum. Notið mjúkan bursta og strjúkið með löngum strokum frá koki og fram að tönnum og skolið burstann eftir hverja stroku. Þetta mun hjálpa við að fjarlægja þessar bakteríur og með því að skola burstann komumst við hjá því að bera þær aftur inn í munninn.
Eplaedik
Skolið munninn með eplaediki. Þessi aðferð er ekki jafn öflug og margar aðrar aðferðir en er þó náttúruleg og lífræn aðferð til að viðhalda fallegu brosi. Mælt er með að skola munninn upp úr lausn, sem eru tveir partar vatn og einn partur edik, í eina mínútu.
Ávextir og grænmeti
Að borða hrátt grænmeti og ávexti er gott fyrir líkamann og tennurnar. Neysla á hnetum, hráum gulrótum, eplum og blómkáli getur haft góð áhrif á að halda tönnum hreinum og minnkað eða jafnvel fjarlægt tannstein sem svo getur leitt til tannskemmda.
Gómar til tannhvíttunar
Sérfræðingar eru ekki á allt sammála um notkun hvíttunar strimla á tennur því þeir dreifa ekki hvíttunar efninu jafnt. Tennur eru vanalega dekkstar efst upp við góminn þar sem þessir strimlar ná ekki til. Í stað þeirra mæla margir tannlæknar frekar með notkun á þar til gerðum gómum sem eru sérlagaðir að tönnum hvers og eins.
Sítrus ávextir
Sítrus ávextir eru einstaklega góð uppspretta á C-vítamíni en þeir innihalda einnig mikla sýru sem eyða glerungnum á tönnum og því er mælt með að skola munninn með vatni eftir neyslu á þessum ávöxtum. Sem dæmi um sítrus ávexti má nefna sítrónur, lime og appelsínur.
Inga er fædd og uppalin í Reykjavík fyrir utan 2 ár sem hún bjó fyrir vestan í Bolungarvík. Þessi gifta, þriggja barna móðir er menntuð snyrtifræðingur og hefur unnið við það síðan 2006. Snyrtifræðin á stóran hluta af hug hennar og fagnaði hún þessu tækifæri að fá að skrifa greinar og jafnvel fá að aðstoða lesendur við vanda/spurningar sem þeir mögulega hafa.