9 atriði sem þú þarft að vita um skjaldkirtilinn

Skjaldkirtillinn er staðsettur milli raddbandanna og viðbeinanna og er á stærð við þumalinn þinn. Hann hefur áhrif á nánast alla parta líkama þíns. „Hann framleiðir hormón sem kemur jafnvægi á efnaskiptin sem stjórna því hversu mörgum kaloríum þú brennir, hversu hratt eða hægt heili þinn virkar og hvernig hjarta, lifur og önnur líffæri virka,“ segir innkirtlasérfræðingurinn Christian Nasr. Skjaldkirtillinn hefur því áhrif á skapið þitt, blæðingar og meira að segja hversu reglulegar hægðir þínar eru.

 

1. Hvernig virkar skjaldkirtillinn:

Skjaldkirtillinn dælir út lykilhormónum sem kallast  triiodothyronine (T3) og thyroxine (T4), sem að hluta eru samsett úr joði.

Hjartað: Skjaldkirtilshormón hafa áhrif á hjartslátt þinn og hjálpa við að stjórna blóðflæðinu með því að slaka á vöðvum í æðaveggjunum.

Frjósemin: Skjaldkirtilshormón hafa áhrif á tíðahringinn þinn. Þegar hormónin eru í ójafnvægi getur verið að þú sért með óreglulegar blæðingar og egglos.

Beinin: Skjaldkirtilshormón stjórna því hversu hratt gömul bein eyðast upp. Ef þessu ferli er raskað af hormónaójafnvægi getur það leitt til beinþynningar.

Þyngdin: Skjaldkirtilshormónin hafa áhrif á efnaskiptin, þ.e. hversu hratt líkami þinn brennir fæðunni. Ofvirkur skjaldkirtill flýtir brennslunni og vanvirkur skjaldkirtill getur valdið þyngdaraukningu.

Heilinn: Vanvirkni í skjaldkirtli getur valdið gleymsku, einbeitningarskorti og þunglyndi. Sem betur fer geta þessir hlutir lagast ef fólk fær viðeigandi meðferð.

Húðin: Þegar skjaldkirtillinn er vanvirkur hætti líkaminn að framleiða og endurnýja húðfrumur á réttum hraða. Húðfrumurnar safnast upp og valda þurrki í húðinni. Hár og neglur vaxa líka hægar.

 

2. Skjaldkirtilsvandamál eru miklu algengari hjá konum.

Konur er 5-8 sinnum líklegri til að eiga við skjaldkirtilsvandamál en karlar. Af hverju það er, er hinsvegar ráðgáta. „Okkur grunar að ástæðan fyrir þessu tengist estrogeni,“ segir Christian. Skjaldkirtilsfrumur taka upp mikið af estrógeni sem þýðir að þær eru mjög viðkvæmar fyrir áhrifum kvenhormónsins. Önnur ástæða gæti verið van- og ofvirkni í skjaldkirtli  má oft tengja sjálfsofnæmissjúkdómum og konum er hættara við að fá svoleiðis sjúkdóma, að sögn M. Regina Castro sem er innkirtlasérfræðingur.

3. Þekktu einkennin

Það getur verið erfitt að greina bæði van- og ofvirkan skjaldkirtil því einkennin eru oft óljós og eiga við aðra sjúkdóma. Ef þú tengir við fleiri en tvö einkenni hér fyrir neðan ættir þú að tala við lækninn þinn til að láta mæla skjaldkirtilinn.

Vanvirkur skjaldkirtill: Þurr húð og hár. Gleymska, harðlífi, vöðvakrampi, þyngdaraukning, miklar og/eða óreglulegar blæðingar, bólgur í andliti og kulsækni.

Ofvirkur skjaldkirtill: Hyperthyroidism: Pirringur, aukin svitamyndun, hraður hjartsláttur, svefnörðugleikar, magakrampar, þyngdartap, minni og fátíðari blæðingar, handskjálfti og augun geta orðið útstæð.

4. Það getur verið að þú þurfir ekki lyf

Samkvæmt breskri könnun þarf  30% fólks sem tekur skjaldkirtilslyf við vanvirkum skjaldkirtli, ekki á lyfjunum að halda. Margt af þessu fólki er með væg einkenni vanvirks skjaldkirtils. Það þýðir að TSH gildi þeirra hafa lækkað örlítið en T3 og T4 eru eðlileg. Þetta fólk er yfirleitt með fá eða engin einkenni. Ef blóðprufan sýnir að TSH er 10 mIU/L eða hærra myndu margir sérfræðingar mæla með lyfjum. En ef gildið sýnir 4- 10 mIU/L ættirðu að athuga hvaða einkenni þú ert með. „Ef þú ert ekki með nein einkenni mun lyf ekki hjálpa þér. Lyfin geta þá valdið hjartsláttatruflunum og þú færð einkenni ofvirksskjaldkirtils,“ segir M. Regina.  Ef þú ferð á lyf ætti læknirinn þinn að taka hjá þér blóðprufu eftir 6-12 vikur til að athuga hvort lyfin valdi nokkuð ofvirkni í kirtlinum.

5. Ekki vera að hræðast krabbamein í skjaldkirtli

Þrisvar sinnum fleiri fá skjaldkirtilskrabbamein núna en árið 1975, en afar fáir deyja úr þesskonar krabbameini. „Það eru allir að láta skoða sig mikið þessa dagana og það er að valda mikilli hræðslu,“ segir Otis Brawley sem yfirlæknir hjá American Cancer Society. Hann segir að konur séu mikið í því að láta skanna höfuð sitt, háls og brjóstkassa til að leita að heilsukvillum. Þær fái þá mjög nákvæmar myndir sem geta leitt í ljós að þær séu með krabbamein í skjaldkirtli sem annars hefði aldrei verið uppgötvarð. „Flest þessara tilfella eru ekki einu sinni þannig að það þurfi meðferð við þeim því þau vaxa hægt ef þau vaxa eitthvað yfir höfuð,“ segir Otis. Ef krabbameinsæxlið er minna en 1 cm þá er best að fylgjast bara með því.

 

SHARE