9 fæðutegundir sem draga úr streitu

Talað hefur verið um að við Íslendingar séum töluvert stressuð þjóð og því tilvalið að kíkja á hvað mætti betur fara í okkar lífi og þar á meðal í fæðunni. Hér á eftir fer listi um fæðutegundir sem geta dregið úr streitumyndun.

 

Appelsínur

Þýsk rannsókn sýndi fram á það að C-vítamín hjálpar til við að draga úr streitu og hjálpar til við að ná jafnvægi á  blóðþrýsting og hormónið cortisol (streituhormón). C-vítamín er einnig þekkt fyir að bæta ónæmiskerfið.

 

Sætar kartöflur

Sætar kartöflur geta hjálpað við að draga úr stressi með því að koma til móts við kolvetna-þörf sem margir finna þegar streitan er að angra fólk. Þær eru pakkfullar af beta-karoteini og öðrum vítamínum. Trefjarnar í þeim hjálpa svo líkamanum að melta kolvetnin hægt og rólega.

 

Þurrkaðar apríkósur

Apríkósur eru ríkar af magnesium, sem er þekkt fyrir að draga úr streitu ásamt því að vera vöðvaslakandi.

 

Möndlur, pistasíur og valhnetur

Möndlur eru ríkar af B og E vitamin sem bætir ónæmiskerfið, valhnetur og pistasíuhnetur hjálpa til við að lækka blóðþrýsting.

 

Kalkúnn

Kalkúnninn inniheldur amínósýru sem heitir L-tryptophan. Þessi amínósýra hefur áhrif á losun serotonin, sem er “gleðiefnið” sem heilinn okkar framleiðir. Þetta er ástæðan fyrir því að margir sem borða kalkún finna slökun og jafnvel þreytu eftir að hafa neytt hans. L-Tryptophan hefur þekkt slakandi áhrif.

 

Spínat

Magnesíum skortur getur orsakað mígreni og þreytu. Einn bolli af spínati inniheldur 40% af ráðlögðum dagskammti af magnesium.

 

Lax

Matur sem inniheldur hátt hlutfall af omega-3 verndar okkur gegn hjartasjúkdómum. Rannsóknir hafa sýnt að omega-3 kemur í veg fyrir að streituhormónið cortisol og adrenalin líkamans nái að hækka ótæpilega.

 

Avocado

Holla fitan og kalíumið sem avocado inniheldur hjálpar við að lækka blóðþrýsting en mælt hefur verið með að neyta sem mest af kalíum til að sporna við hækkun blóðþrýstingsins.

 

Grænt grænmeti

Brokkolí, kál og annað dökk-grænt grænmeti innihalda ógrynni af vítamínum sem hjálpa líkamanum að vinna á streitu.

 

Allt sem við innbyrðum hefur áhrif á líkama okkar og því er um að gera að vanda valið!

SHARE