Sjálfssátt, innri fegurð og geislandi persónueinkenni má fanga með linsu ljósmyndara á ýmsa vegu. Segja má þó með sanni að sería bandaríska ljósmyndarans Samönthu Fortenberry sýni með afar sérstökum hætti – hversu litríkir persónuleikar fóks í raun geta verið.
Samantha, sem fékk þá flugu í höfuðið að umfaðma líkamlega fegurð í eins náttúrulegu, afslöppuðu og þægilegu umhverfi; fljótandi í vatni – taldi fáeinar fyrirsætur af báðum kynjum á að afklæðast, skríða ofan í baðkar og leyfa henni sjálfri að festa þau á filmu ásamt fáeinum af uppáhalds hlutum hinna fyrrnefndu – sem hún svo raðaði haganlega inn á mynd.
Sjá einnig: Vandræðalegar nektarmyndir af stjörnunum – Myndir
Mig langaði með þessu móti að sýna fram á líkamlega fjölbreytni; að fanga fólk af öllum stærðargráðum á filmu – til að sýna fram á hversu margar og ólíkar myndir líkamleg fegurð getur tekið á sig.
Serían heitir Suds and Smiles, en fleiri verk Samönthu má skoða á vefsíðu stúlkunnar. Spurningin sem eftir situr er svo auðvitað sú – hvort nálgun Samönthu þyki vænleg til að vinna gegn útlitsdýrkun, en viðfangsefni hennar eru af fjölbreytilegum toga – eða hvort um enn eina dónaseríuna er að ræða.
Sjá einnig: Háerótískar og áleitnar nektarmyndir deila hart á útlitsdýrkun – Myndir
Útkomuna má sjá hér að neðan – glaðlyndislegar, frjálslegar og afar sérstakar nektarmyndir af einstaklingum af öllum stærðargráðum – af báðum kynjum – og hjartanlega frjáls, umkringd því sem þeim smáhlutum sem þeim sömu þykir hvað vænst um.
Sérstök sería – hvað finnst ykkur?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.