9 hlutir sem hann mun aldrei segja þér

„Samband er bara vinna“ er eitthvað sem maður heyrir mjög reglulega og hljómar alveg einstaklega leiðinlega. Það skiptir auðvitað máli að virða og elska hvort annað og passa upp á tilfinningar hvors annars, og það er einmitt það sem þessi grein fjallar um. Hún er um hluti sem karlmenn myndu undir flestum kringumstæðum ALDREI viðurkenna fyrir konu sinni.

 

1. Honum finnst vinkona/systir/mamma þín vera aðlaðandi.

Ef þér finnst hún falleg, finnst honum það örugglega líka. Hann talar ekki um það við þig því hann vill ekki lenda í rifrildi út af engu. Þetta skiptir hann engu máli og ætti ekki að skipta þig máli. En já hún er aðlaðandi.

2. Hann er hræddur við kóngulær.

Hann mun harka af sér og drepa þessa risastóru kónguló sem kom inn til ykkar, jafnvel þó hann langi ekki til að koma nálægt henni.

3. Hann hræðist framtíðina.

Það að gera 5 ára plan er ennþá ógnvænlegra en kóngulær. Allavega örlítið ógnvænlegri.

4. Hann hefur ekki hugmynd um hvað hann er að gera.

Eru ofnarnir bilaðir? Já hann fer og kíkir á þetta og bankar í þá en fer svo á Google í símanum og leitar að „Hvernig á að laga ofna“.

5. Þú hefur bætt á þig.

Hann mun ekki koma nálægt þessu, sama hversu mikið þú biður hann um það. Ef þú segir „Ég þarf að létta mig“ mun hann breyta um umræðuefni. Hann mun kveikja í húsinu ef hann kemst með því frá því að ræða þyngdina þína.

6. Hann er ekki með sama áhugasvið og þú.

Þið eigið eflaust margt sameiginlegt, en það eru nokkrir hlutir sem hann gerir bara fyrir þig. Hann mun horfa á þætti sem þér finnast skemmtilegir og spila spil sem þér finnst skemmtilegt og hann mun ekki segja þér að honum finnist þetta leiðinlegt.

7. Hann fílar ekki fjölskylduna þína.

Ef honum finnst eitthvað við fjölskylduna þína ekki vera að gera sig, mun hann aldrei segja þér það. Hann myndi kannski segja þér það ef mamma þín mun reyna að myrða hann, en fram að því mun hann ekki segja neitt. 

8. Hversu mikið klám hann horfir á.

Hann horfir mikið á klám, ok? Ef þú vissir hversu mikið yrðir þú döpur, svo það er betra að spyrja ekki.

9. Hann veit nákvæmlega hversu langt typpið á honum er.

Hann þarf ekki að hugsa eða mæla, hann er löngu búinn að því. 

 

Heimildir: Cosmopolitan

SHARE