Flest viljum við lifa lengi, allavega þegar við erum ung er sú hugsun nokkuð algeng. Oft breytist það með aldrinum og þegar fólk er orðið gamalt og heilsan farin að versna og jafnvel að hamla fólki í hinu daglega lífi.
Það besta væri náttúrulega að lifa löngu lífi með góða heilsu. Hér eru nokkur atriði sem stuðla að lengra lífi:
1. Ekki borða of mikið
Ef þig langar að lifa lengi þá er góð regla að minnka matarskammtana á disknum þínum. Dan Buettner sem hefur rannsakað langlífi um allan heim, komst að því að elsta fólkið í Japan borðar þangað til þau eru svona 80% södd.
Það hefur verið sannað með rannsókn árið 2008 að með því að borða minni skammta þá eldistu hægar. Ef þú borðar færri frekar en fleiri kaloríur þá minnkar það framleiðslu á T3 hormóninu sem hægir á efnaskiptum og flýtir fyrir öldrun.
2. Stundaðu kynlíf
Það að stunda gott kynlíf tvisvar til þrisvar í viku getur bætt 3 árum við líf þitt. Þú brennir líka vel á meðan þú stundar kynlíf en einnig lækkar það blóðþrýstinginn, bætir svefn og ónæmiskerfi og er gott fyrir hjartað þitt.
3. Slökktu á sjónvarpinu
Ef þú eyðir of miklum tíma fyrir framan imbakassan tekur það toll af heilsunni þinni. Í rannsókn frá árinu 2010 kom í ljós að þeir sem horfa á sjónvarp í 4 klukkustundir eða meira á dag voru 46% meira líklegir til að deyja en þeir sem horfðu á sjónvarp í 2 klukkustundir eða minna á dag, af hvaða dánarorsök sem er.
4. Ekki vera of mikið í sólinni
Það að vera ekki of mikið í sólinni kemur ekki bara í veg fyrir húðkrabbamein heldur hjálpar það þér að halda þér unglegum/unglegri, dregur úr hrukkumyndun, fínum línum og kemur í veg fyrir slappa húð.
Það er aldrei of seint eða snemmt að byrja að nota sólarvörn á andlitið, bringu og háls. Að sjálfsögðu ætti heldur aldrei að nota ljósbekki.
5. Eigðu góða að
Rannsóknir hafa sýnt að það eru meiri líkur á því að fá hjartasjúkdóma ef þú átt ekki nána vini og ættingja. Einmanaleiki veldur þunglyndi og það getur verið hættulegt heilsunni, sérstaklega hjá eldra fólki.
6. Drekktu í hófi
Konur sem drekka 2 eða fleiri drykki á dag og menn sem drekka 3 eða fleiri drykki á dag geta lent í heilsufarsvandamálum eins og þyngdaraukningu. Ef hinsvegar er drukkið minna getur það haft jákvæð áhrif á hjartað.
7. Borðaðu ávexti og grænmeti.
Þú ættir að borða 3 ávexti eða grænmeti á dag til þess að fá öll þau vítamín og trefjar sem þú þarft. Ávextir og grænmeti minnka líkur á hjartasjúkdómum um 76% og jafnvel er talið að neysla þeirra minnki einnig líkur á brjóstakrabbameini.
8. Vertu í góðu formi
Langbest er að hreyfa sig daglega. Rannsókn frá árinu 2008 sýnir að reglulegt skokk eða hlaup geti bætt 4 árum við ævi þína en einnig hefur það stórkostleg áhrif á hjarta, huga og efnaskipti líkamans.
9. Ekki reykja
Það að hætta eða byrja aldrei að reykja er eitt það besta sem þú gerir fyrir heilsuna þína. Rannsókn í Ameríku sýndi fram á það að konur sem hætta að reykja fyrir 35 ára aldurinn geta bætt 6 til 8 árum við ævi sína.
Heimildir: Health.com