9 litlir hlutir sem geta rústað samböndum

Það getur auðvitað margt eyðilagt sambönd. Redmag fékk Karyn Gordon sem er sambands-, hjónabands og fjölskylduráðgjafi til að segja frá algengustu ágreiningsmálum para sem oft leiða til sambandsslita.

Heimilisverkin

Það er mjög algengt að pör rífist um heimilisverkin og hver eigi að gera hvað. Karyn segir að það séu til 16 týpur af fólki og aðeins helmingurinn af þessum týpum leggi mikið uppúr því að skipuleggja og halda öllu í kringum sig hreinu. Fyrst að andstæður laðast oft að hverri annarri er mjög líklegt að annar aðilinn í sambandinu sé mjög hreinlátur og hinn sé ekki mikið að hugsa út í það. „Ef þú ert manneskjan sem vilt hafa hreint í kringum þig og þér finnst hinn aðlilinn alltaf vera að rusla allt út „fyrir þér“ þá þarftu að setjast niður og taka smá spjall með hinum aðilanum. Útskýrðu af hverju þetta skipti þig miklu máli og reynið að komast að samkomulagi um hvað á að vera í forgang og láttu vita hvað þú vilt að hinn aðilinn taki að sér að gera, allt á rólegu nótunum,“ segir Karyn.

Sama manneskjan ræður alltaf

„Sumir eru betri en aðrir í því að velja matsölustaði og bíómyndir til þess að horfa á og það er bara allt í góðu ef allir eru sáttir. Ef það er hinsvegar ekki málið og annar aðilinn (sá sem ræður aldrei) er ósáttur þá er það eitthvað sem þyrfti að ræða,“ segir Karyn. „Kannski er manneskjan sem alltaf ræður ekki að gera sér það ljóst að hún sé alvaldur í sambandinu og þarf bara að láta að benda sér á það.“

Gleymir mikilvægum dagsetningum

Stundum hefur það mikið með uppeldi að gera hvort manneskja man eftir dagsetningum. Ef foreldrar hennar fögnuðu mikið afmælum, brúðkaupsafmælum og öðrum tímamótum með stórum veislum þá er líklegt að manneskjan muni gera ráð fyrir að þannig sé það á flestum heimilum. Karyn segist kannast við þetta sjálf því eiginmaður hennar er ekki alinn upp við að það sé gert mikið úr svona tilefnum en aftur á móti er Karyn sjálf vön stórum veislum. „Pör þurfa að æfa sig í því að tjá væntingar sínar og segja hvað þau vilja. Það hjálpar líka til að vera með sameiginlegt dagatal þar sem þið getið merkt inn á allar dagsetningar sem skipta máli.“

Það heilsar enginn né kveður

Þetta er eitt af þeim atriðum sem eru tengd uppeldinu. Ef maður er alin/n upp við það að fólk fer og kemur án þess að heilsa, er það nokkuð áreiðanlegt að maður er vanur því. Sumir eru líka mjög uppteknir af einhverju allt öðru en fjölskyldu sinni þegar þeir koma heim, eins og vinnu og námi, og spá því ekki mikið í því að heilsa. Karyn segir að fólk þurfi að endurforrita sig þegar kemur að þessu. „Þegar þú kemur heim áttu að skipta algerlega um gír og gíra þig upp í að sinna þínum nánustu. Það mun gera þig og maka þinn og börn, ef þið eigið börn, nánari og eykur gæði samverustundanna.

Ekki nógu mikil hlýja

Þetta er eitthvað sem báðir aðilar þurfa að hjálpast að með. Ef þér finnst vanta nánd í sambandið, byrja þú þá á því að taka í hönd maka þíns þegar þið horfið á sjónvarpið eða þegar þið eruð á gangi einhvers staðar. Karyn vill meina að ef þú byrjar að sýna nánd, þá færðu nánd.

Engin samskipti að degi til

Það gefur sambandinu mikið að senda eitt sms eða hringja eins og eitt símtal á dag í maka sinn. Ef þér finnst þú alltaf vera manneskjan sem hefur samband, ræddu það þá við makann og segðu honum að það skipti þig máli að heyrast aðeins.

Að vera of uppáþrengjandi

Ef þú sérð að maki þinn skráði sig ekki út af Facebook, ferðu þá og gramsar á Facebook síðunni hans/hennar og kíkir hverja hann er búinn að senda skilaboð á og svo fram eftir götunum? Karyn segir að það eigi ALLS EKKI að gera. Hún segir að það verði að vera ákveðin mörk í einkalífi einstaklinga þegar kemur að svona hlutum. „Þetta er innrás í persónulíf maka þíns og ef manneskjan sem er að hnýsast sér það ekki þá snýst þetta um að treysta og þurfa ekki að kíkja. Ef þú stendur maka þinn að þessu, útskýrðu fyrir honum að þú hafir ekkert að fela en þú viljir að þér sé treyst,“ segir Karyn.

Kaldhæðni

Þér finnst kannski það sem þú segir og það hvernig þú segir það brjálæðislega fyrndið en maki þinn gæti verið ósammála. Hann/hún gæti túlkað það á allt annan hátt. „Ég heyrði einu sinni að í allri kaldhæðni sé örlítið sannleikskorn og ég hvet pör til þess að nota það ekki á hvert annað,“ segir Karyn.

Of miklar deilingar á samskiptamiðlum

Það þarf ekki að deila öllu á samskiptamiðlum. Sumir vilja deila miklu aðrir vilja vera meira út af fyrir sig. Þér getur fundist maki þinn deila alltof miklu á netinu og þá er um að gera að ræða það og segja hvar þú vilt að mörkin séu. Þetta getur valdið mikilli togstreitu og þegar sá sem vill vera meira út af fyrir sig upplifir að líf hans/hennar sé orðið eins og opin bók fyrir alla getur það valdið pirringi.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here