9 merki um að þú sért í heilbrigðu sambandi

Gott samband er meira en kynferðislegt aðdráttarafl og sameiginleg áhugamál.  

Í þessari grein færðu að vita hvort þú ert í heilbrigðu sambandi. 
Eitt af því sem einkennir heilbrigt samband er að gefa hvort öðru nægilegt
svigrúm til að fylgja ólíkum markmiðum.  

Þið elskið að prófa nýja veitingastaði saman, fara í langa hjólatúra og ferðast, en þegar kemur að því að vera hamingjusamur og heilbrigður í sambandi þá
 eru aðrir hlutir sem þarf að huga að fyrir utan að eiga sameiginleg áhugamál. 

Hvað er það nákvæmlega sem gerir sambandið heilbrigt? „Frábært samband er öruggur staður 
fyrir bæði fólk til að elska, heiðra og bera virðingu hvort fyrir öðru,“ segir Jennifer Howell,
 leiðtogi og sambandsþjálfari í RaleighDurham, Norður Karólínu.
 Þú getur komið á framfæri þínum óskum, þörfum og mörkum og hlustað á hinn aðilann. 

Sjá einnig: 5 leiðir til að minnka óreiðuna STRAX

Heilbrigð sambönd er mikilvægt að rækta og næra, vegna þess að hið gagnstæða – eitrað samband – tekur toll á lífsgæði þín með því að auka þunglyndi og kvíða, 
hefur áhrif á svefn, veldur því að þú tekur upp óheilbrigðar venjur og jafnvel 
hefur áhrif á hjarta heilsu, segir Mary Jo Rapini,  nándar- og kynferðisfræðingur í Houston. 

Að vera í góðu rómantísku sambandi tengist meiri vellíðan samkvæmt rannsókn
sem birt var í ágúst 2019 í tímaritinu Personality and Social Psychology Bulletin. Að vera einhleypur var mun betra fyrir líðan fólks en að vera í minna hamingjusömu sambandi, að því er fram kom í rannsókninni. 

Það sem meira er, mörg pör í óheilbrigðum samböndum vita ekki að þau eru óheilbrigð, sérstaklega ef þau ólust upp á heimili þar sem það var venjan, segir Rapini, svo það er mikilvægt að geta greint hvar þitt samband stendur. 

Hér eru níu merki að þú og makinn eigið vel saman: 

1. Þú ert ekki hrædd/ur við að tjá þig 

Það er auðvelt að vita hvenær félagi þinn gerir eitthvað sem þér líkar ekki  kannski hringir hann ekki í þig í tvo daga eða hjálpar ekki við tiltekt ef þið búið saman. En það er ekki alltaf auðvelt að ræða erfiða hluti og segja öðrum hvernig þér líður. „Þetta krefst mikils styrks, sjálfsöryggis og hugrekkis, því það er alltaf erfitt að ræða viðkvæma hluti,“ segir Howell. Í heilbrigðu sambandi munt þú finna að þú ert örugg/ur  að vera opin/n við maka þinn. 

Sjá einnig: Sykurlausir gosdrykkir – Hvað erum við að drekka?

2. Traust er kjarninn í sambandi 

Traust er undirstaða í öllum samböndum, en með samfélagsmiðlum og farsímum getur það verið allt of auðvelt að snuðra. En í heilbrigðu sambandi þarftu ekki að gera það. Að hluta til er það vegna þess að félagi þinn sýnir þér að hann er áreiðanlegur. „Makar eru áreiðanlegir og aðgengilegir. Þegar þeir segjast vera til staðar þá eru þeir til staðar,“ segir Rapini. „Þeir sýna þér einnig að þeir treysta þér með því að veita þér frelsið og plássið sem þú þarft án þess að fylgjast stöðugt með þér – og það felur í sér að skoða til dæmis símann þinn,“ segir hún. 

3. Þið þekkið ástarmál hvors annars 

Pör sem kjósa að gefa og þiggja ást (með ástarjátningum, gæðastundum, gjöfum, að hjálpa hvort öðru og snerting) Í heilbrigðu sambandi hafið þið gefið ykkur tíma til að læra „ástarmál“ hvors annars svo þið getið tjáð ást ykkar á þann hátt sem hentar ykkur báðum, segir Howell. 

4. Þið samþykkið að vera ósammála um ákveðin mál 

Flest pör rífast, en öfugt við það sem þú gætir haldið, þarf ekki að laga öll vandamál. Reyndar er allt í lagi að hafa handfylli af málefnum sem þið tvö munuð aldrei vera sammála um. Stundum „er það í lagi að vera sammála um að vera ósammála. Ég held að þetta séu heilbrigð rifrildi,“ útskýrir Rapini. „Í heilbrigðum samböndum eru að minnsta kosti fimm mál sem hafa enga niðurstöðu. Þetta eru málin sem þið eruð bæði ólík í skoðunum og sjónarhornum og það er allt í lagi.“ 

5. Þið hvetjið hvort annað til að fylgja markmiðum ykkar eftir 

„Mörg okkar eiga sér draum eða framtíðarsýn fyrir líf okkar og sérstaklega þegar við eldumst, viljum við viðhalda þessum sýnum,“ segir Howell. Samkvæmt Howell er það í lagi ef draumar þínir samræmast ekki svo lengi sem þið  „heiðrið og hvetjið hvort annað til að ná markmiðum ykkar.“ 

6. Þú og makinn eru með ólíka hagsmuni 

„Hjón sem eru í bestu ástarsamböndunum eru þau sem gátu viðhaldið hagsmunum sínum en leggja ekki sektarkennd á maka sinn fyrir að deila ekki sínum hagsmunum með þeim,“ segir hún. Bæði hvetjið þið hinn aðilann til að kanna hvað þeir elska upp á eigin spýtur. Howell tekur undir það og bætir við að þó að það sé auðvelt að tileinka sér venjur og áhugamál maka þíns, geti það með tímanum alið á gremju. „Að þróa og fjárfesta í sjálfum sér byggir upp sjálfstraust, sjálfsást og gleði,“ segir hún. 

Sjá einnig: 8 ráð til að efla varnir líkamans

7. Þér líður vel í eigin skinni 

Þegar þú ert í sambandi er mikilvægt að þekkja styrk þinn og veikleika, segir Howell. Kannski ert þú örugg/urí kringum vini þína en óörugg/ur í vinnunni. Eða þú veist að litlir hlutir, eins og að maki þinn gleymir að fara út með ruslið, getur pirrað þig. Hverjir sem styrkleikar þínir eða veikleikar eru, þá getur það hjálpað þér að komast á þann stað að elska sjálfan þig, sem aftur getur hjálpað þér að elska maka þinn. 

8. Mörk eru heiðruð og virt 

Heilbrigt samband þýðir að þið eruð bæði í sama liðinu. „Í heilbrigðu sambandi
ræða báðir aðilar og koma sér samanum mikilvæg viðfangsefni sem eru mikilvæg
hvort fyrir annað,“ segir Howell. Hún segir dæmi um fjárhagsáætlun fyrir eitthvað stórt, eins og frí. Óstuddur maki í óheilbrigðu sambandi virðir ekki það markmið
en þeir geta skemmt það með því að reyna að fá þig til að splæsa í einhvern óþarfa. „Ef þú getur talað um það við maka þinn og hann viðurkennir og skilur mörk þín,þá er það góðs viti,“ segir Howell. „Hins vegar, ef maki þinn hunsar ítrekað það  sem þú metur og elskar, þar með talin þín mörk , þá er það áhyggjuefni,“ segir hún. 

9. Þú ert hamingjusöm/samur og studd/ur 

Þegar hveitibrauðsdagar nýs sambands eru að baki, þá þarftu að spyrja þig:
Finnurðu fyrir ánægju og stuðningi frá maka þínum? Hvernig er skap þitt og sjálfsálit? Ef þú finnur fyrir álagi eða skorti á stuðningi þarftu að tala við maka þinn –  það er gert í heilbrigðum samböndum. 

Að vera óánægður í sambandi getur leitt til heilsufarslegra vandamála til lengri tíma. 
Samkvæmt rannsókn sem birt var í júlí 2015 í Journal of Affective Disorders, 
þar sem tæplega 5.000 manns, eldri en 50 ára, sem voru í sambandi þar sem
neikvæð samskipti voru regluleg. Í neikvæðu sambandi aukast líkur á þunglyndi og kvíða og er jafnvel tengt sjálfsvígshugsunum, líklega vegna þess að neikvæðni veldur daglegu álagi. Á hinn bóginn verndar sterkt samband fólk þegar það er undir álagi – það er akkúrat tíminn þar sem makinn er sérstaklega mikilvægur. 

Heimild everydayhealth.com 

Greinin birtist fyrst á heilsutorg.is og er birt með góðfúslegu leyfi þeirra

SHARE